Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 3

Vesturbær - 01.06.1987, Blaðsíða 3
til sín og öruggar gönguleiðir og hjóla- leiðir þurfa að vera fyrir hendi. Stjórn íbúasamtaka Vesturbæjar hefur leitað eftir samvinnu við skipulagsaðila borgar- innarum mál þetta. Vorhreinsun í húsum og görðum er orð- in árlegur viðburður. Það hefur hins vegar löngum verið áhyggjuefni hve fá græn svæði er að finna í borgarhlutanum okkar. íbúasamtökin hafa látið frá sér tillögur þar að lútandi og einnig sýnt hug sinn í verki t.d. með Vesturbæjarvíðinum sem gróðursettur var við Hallveigarstaði sumarið 1982. Tillögur hafa verið uppi um betri nýtingu garða innan ramma fjölbýl- ishúsa og er ánægj ulegt að sj á í þeim skipulagstillögum sem unnar hafa verið fyrir gamla Vesturbæinn og kynntar voru í Hlaðvarpanum sl. vetur hve mikla áherslu höfundar leggj a á að gera úr slíkum görð- um ánægjuleg útivistarsvæði fyrir íbúana og einnig að nýta einstakar lóðir til leiksvæða og íþróttasvæða eftir því sem við verður komið. Þá má einnig nefna að rætt hefur verið um að hugsanlega gæti hafnarsvæðið að hluta til orðið aðgengi- legra til útivistar og hafa íbúasamtökin einnig farið fram á umræður við skipu- lagsaðila um það mál er til kemur. Árið 1985 var samþykkt að efna til sam- \30| keppni þriggja listamanna um gerð verks til þess að gefa Reykjavíkurborg á 200 ára afmæli hennar. Safnað var fé meðal Vest- urbæinga með ýmsum hætti til þess að standa straum af launakostnaði lista- mannanna og var niðurstaða dómnefndar sú að „Skip“ Jóns Gunnars Árnasonar bæri af. Reykjavíkurborg var afhent frummynd verksins að gjöf á afmælinu og hét borgarstjóri því við móttöku að verkið myndi rísa í fullri stærð í þessu hverfi á næstu árum. Tillaga liggur fyrir um að það verði á uppfyllingu vestur af Vesturgötu. Sumarið 1986 var svo riðið á vaðið með útiskemmtun á Hólatorgi þar sem margt var sér til gamans gert. Það varð hvati þess að halda áfram á svipaðri braut og er Þrettándagleðin sl. á nýja skólavellinum eitt dæmið en hátíðin sem fyrirhuguð er á Stýrimannastíg á Sjómannadaginn annað til. Vonandi grípa margir tækifærið og blanda geði við nágranna sína. {tilefni 10 ára afmælis íbúasamtaka Vesturbæjar hefur ýmislegt verið gert og má auk hátíðahaldanna sem þegar hefur verið getið og kynningar á skipulagstil- lögum fyrir hverfið, nefna ráðstefnu sem öll íbúasamtök í borginni stóðu að í maí 1987 og fj allað er nánar um í þessu blaði. Og síðast en ekki síst er svo blaðið sem hér lítur dagsins ljós og við efum ekki að allir fagna. Á aðalfundi íbúasamtakanna vorið 1986 var samþykkt tillaga um að samtökin skyldu beita sér fyrir því að gamli Stýri- mannaskólinn sem nú lýkur senn hlut- verki sínu sem barnaskóli fái reisn sem þessu sögufræga húsi sómir og taki við hlutverki menningar og félagsmiðstöðvar í hverfinu. Augljóst er að fara verður var- færnum höndum um þetta hús en vart er hægt að hugsa sér annað betur er fallið til þess að vera miðstöð mannlífs íþessu hverfi, hverfinu sem byggðist fyrir atbeina þeirra sem sóttu sjó. Tilstyrk margra þarf til þess að svo megi verða, borgaryfirvöld og ríkisvald þurfa að leggja málinu lið, fengur væri að því að sjómannastéttin ætti einhverja aðild að endurreisn byggingar- innar og síðast en ekki síst þurfum við, Vesturbæingar eldri og yngri, að taka höndum saman. Mikið er í fang færst en viðfangsefnið er vissulega verðugt átaks. Anna Kristjánsdóttir formaður IV VESTURBÆR • 3

x

Vesturbær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbær
https://timarit.is/publication/1928

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.