Þroskaþjálfinn - maj 2005, Qupperneq 4

Þroskaþjálfinn - maj 2005, Qupperneq 4
I ár fagna þroskaþjálfar þeim tímamótum að liðin eru 40 ár frá stofnun Félags gæslu- systra. Þann 18. maí 1965 komu 13 gæslusystur saman og stofnuðu félagið sem var upphafið af Félagi þroskaþjálfa og síðar Þroskaþjálfafélagi Islands. A tímamótum er við hæfi að horfa um öxl, minnast merkra manna og atburða um leið og reynt er að skyggnast inn í framtíðina með væntingar um fleiri sigra og frekari ávinninga. Af merkilegum at- burðum í sögu þroskaþjálfa ber einna helst að minnast gildistöku laga nr. 18/1978 sem tryggja þroskaþjálfum lögverndun á starfsheiti sínu og síðar reglugerðar nr. 215/1987 um störf, starfshætti og starfs- vettvang þroskaþjálfa auk siðareglna fé- lagsins sem tóku gildi 1992. Stofnun sjálf- stæðs stéttarfélags og gerð fyrstu kjara- samninga félagsins árið 1997 teljast einnig til merkra atburða. Ymissa stóráfanga í menntun stéttar- innar ber einnig að minnast s.s. löggild- ingar Gæslusystraskóla Islands árið 1967, reglugerðar um hlutverk skólans árið 1971, reglugerðar um sjálfstæði Þroslca- þjálfaskóla Islands árið 1976 og síðast en ekki síst þegar nám þroskaþjálfa færðist á háskólastig árið 1997. Margra frumkvöðla og forystumanna ber einnig að minnast og þakka framlag og óeigingjarnt starf í þágu stéttarinnar. Þar standa fremstar meðal jafninga þær Gréta Bachmann fyrsti for- manns Félags gæslusystra og Jóhanna Bóel Sigurðardóttir sem báðar voru sæmdar riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu vegna framlags síns í starfi sem þroska- þjálfar og Sólveig Steinsson, fyrsti formað- ur Þroskaþjálfafélags Islands. Þroskaþjálfar rekja upphaf starfsvett- vangs síns til Kópavogshælisins sem með lögum var skilgreind sem aðalfávitastofn- un ríkisns. Þar var fólki með þroskahöml- un veitt sú þjónusta sem var talin góð og gild og í samræmi við það sem best gerðist erlendis. Þó einhverjir mannanna mæli- kvarðar hafi gefið til kynna að á Kópa- vogshæli væri rekin fullnægjandi þjónusta fyrir þá sem þar dvöldu þá samræmdust þeir ekki mælikvörðum kvennanna sem voru frumkvöðlar þroskaþjálfastéttarinn- ar. Þær sáu strax ósamræmið á lífsgæðum fólksins sem bjó á þessari altæku stofnun og þorra almennings og þær hófu barátt- una fyrir bættum kjörum skjólstæðinga sinna. Þessi afstaða, þ.e. að berjast fyrir bættum kjörum fólks með fötlun og standa vörð um mannréttindi þeirra hefur alla tíð verið hornsteinn í starfi þroska- þjálfa. Þetta hlutverk er skilgreint bæði í reglugerðinni um störf, starfsvettvang og starfshætti þroskaþjálfa sem og í siðaregl- um félagsins sbr. fyrstu grein þeirra: „Þroskaþjálfi beitir fagþekkingu sinni í því skyni að bæta lífsskilyrði og lífsgæði skjólstæðinga sinna. Virðing og umhyggja fyrir skjólstæðingum og aðstandendum þeirra skal vera grunnur í starfi þroska- þjálfa". I samfélagi þar sem jafn ör þróun á sér stað og raun ber vitni hér á landi undan- farna áratugi er eðlilegt að flest taki mikl- um breydngum. Þetta á sannarlega við um starfsvettvang þroskaþjálfa, sem á skömm- um tíma hefur færst frá þeim aðstæðum sem einkenndu fyrstu skref stéttarinnar á Kópavogshælinu og öðrum altækum stofnunum eins og Sólheimum, Skálatúni, Sólborg ogTjaldanesi til dagsins í dag þar sem starfsvettvangurinn er samfélagið allt eða alls staðar þar sem fatlað fólk sækir þjónustu. Samferð þroskaþjálfa og fólks með fötlun og þá sérstaklega þeirra sem skilgreinast með þroskahömlun er samof- in. Barátta þroskaþjálfa fyrir bættum kjör- um og mannréttindum skjólstæðinga sinna hefur haft áhrif og vegur þungt í þeirri þróun sem orðið hefur á þjónustu við fólk með fötlun undanfarin ár. Þjón- usta sem áður einkenndist af sértækum úr- ræðum aðskilnaðar og mismununar er í dag mun meira byggð á jafnræðisgrund- velli þar sem fólki er veitt nauðsynleg þjónusta sem byggist á þörfum viðkom- andi hverju sinni óháð getu og færni. Barátta þroskaþjálfa fyrir mannrétt- indum og bættum lífsskilyrðum skjólstæð- inga sinna hefur verið háð samfara baráttu þeirra fyrir kjaralegri og faglegri viður- kenningu á störfum sínum. Stofnun sjálf- stæðs stéttarfélags var án efa einn mikil- vægasti þátturinn í eflingu stéttarinnar bæði hvað varðar bætt launa- og starfskjör og birtist ekki síður í sterkari fagvitund og aukinni fagmennsku. Við stofnun stéttar- félags varð til eitt félag fyrir alla þroska- þjálfa, óháð starfsvettvangi, hvort sem um er að ræða störf hjá ríki, sveitarfélögum, sjálfseignarstofnunum eða á almennum vinnumarkaði. Þegar nám þroskaþjálfa fór á háskólastig var stigið annað mikilvægt skref í þróun stéttarinnar sem var að ganga til liðs við Bandalag háskólamanna. Þar með stilltu þroskaþjálfar sér upp við hlið annarra háskólamenntaðra stétta. Einn mikilvægur þáttur fyrstu kjarasamninga félagsins sem háskólamenntuð stétt var til- koma vísindasjóðs. Með honum gefast þroskaþjálfum aukin tældfæri til að sinna

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.