Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 6
Afmæliskvedja
félagsmálarádherra til Þroskaþálfafélags íslands
Þ:
egar litið er yfir farinn veg sést að 20. öldin hefur verið það skeið í sögu
mannsins þar sem mestar breytingar hafa átt sér stað. Á sviði tækni og vís-
inda hefur hver uppgötvunin rekið aðra. Flugvélar, tunglför, tölvur, sími,
útvarp og sjónvarp eru einungis fá dæmi um nýja hluti sem hafa komið til sögunn-
ar og setja mark sitt á daglegt líf nútímamannsins.
Tuttugasta öldin hefur einnig markað tímamót í öðrum skilningi. Nýlendu-
stefna hefur beðið skipbrot og verulega dregið úr kúgun þjóða og minnihlutahópa.
Virðing fyrir mannréttindum og mannhelgi hefur vaxið ásmegin. Barátta fyrir
jöfnum rétti borgaranna hefur hlotið undirtektir. Dæmi um það er almennur
kosningaréttur og kjörgengi. Jafnréttisbarátta kvenna hefur borið ávöxt. Á þessu
ári eru liðin 90 ár frá því konur fengu rétt til að greiða atkvæði í kosningum til
sveitarstjórna og 30 ár frá því efnt var til kvennafrídagsins með svo eftirminnileg-
um hætti.
Á síðustu öld hlaut jafnréttishugtakið ekki aðeins almenna viðurkenningu.
Túlkun þess var eklci lengur bundin við jafnrétti karla og kvenna til að greiða at-
lcvæði í kosningum eða fjárhagslegu sjálfstæði kvenna og launajafnrétti kynjanna
heldur opnuðust auga manna fyrir því að það tók til allra sviða þjóðlífsins og stöðu þegnanna
óháð lcyni, kynþætti, ætt, uppruna eða búsetu. Síðast enn eldci síst að fatlaðir nytu jafnréttis á
við ófatlaða.
Þessa hefur séð stað í alþjóðasamningum og yfirlýsingum. Á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna var afgreidd yfirlýsing um jafna þátttöku fatlaðra. Yfirlýsingin var gefin út í sérriti af fé-
lagsmálaráðuneytinu árið 1995. Island fullgilti árið 1990 samþykkt Alþjóðavinnumálastofn-
unarinnar um starfsendurhæfingu og atvinnumál fatlaðra. I félagsmálasáttmála Evrópu er fjall-
að um málefni fatlaðra.
Það eru ekki liðin nema rétt rúm tuttugu ár frá því stofnuð var sérstölc deild í félagsmála-
ráðuneytinu sem fékk það hlutverlc að annast málefni fatlaðra. Frá þeim tíma hafa orðið stór-
stígar framfarir. fiugmyndafræðin hefur telcið breytingum sem m.a. birtist í því að horfið hef-
ur verið frá stofnanastefnunni. Húsnæði hefur verið byggt og lceypt og komið upp fjölmörg-
um sambýlum. Stuðlað hefur verið að sjálfstæðri búsetu í einstaklingsíbúðum. Á þennan hátt
hefur verið leitast við að gera fötluðum sem það geta kleift að lifa og starfa með hliðstæðum
hætti og ófatlaðir.
Byggingar, tæki og tól eru einskis nýt ef ekki væri til staðar sérhæft starfsfólk sem kann til
verka. Það er hér sem þroslcaþjálfar lcoma til sögunnar og eru í lykilhlutverlci. I reglugerð um
þroslcaþjálfa er lcveðið á um það marlcmið þroslcaþjálfunar að á fræðilegan og á slcipulegan hátt
sé stefnt að því að lcoma fötluðum til aukins þroska. Félagsmálaráðuneytið sem ráðuneyti mál-
efna fatlaðra hefur því rílcan sldlning á hlutverki þroskaþjálfa og metur mikils framlag þeirra
til að slcapa þessum bræðrum okkar og systrum sem öðrum fremur þurfa á liðsinni að halda
betri aðstæður í samfélaginu.
Eg færi Þroskaþjálfafélagi Islands árnaðaróskir á 40 ára afmælinu. Ég vil láta í ljósi þá von
mína að gott samstarf félagsins og félagsmálaráðuneytisins að göfugu málefni megi halda
áfram um ókomna tíð.
Árni Magnússon
félagsmálaráðherra.