Þroskaþjálfinn - maj 2005, Qupperneq 10

Þroskaþjálfinn - maj 2005, Qupperneq 10
Tilgangur möppumats Tilgangur möppumats getur verið margþættur. Það veitir kennara tækifæri til að skoða barnið í víðara samhengi, taka áhættur, skapa lausnir. Það kennir börn- unum að gagnrýna eigin frammistöðu, þar sem það er talið nauðsynlegt að barnið sé þátttakandi í möppumati og fái tækifæri til að meta sjálft þau verk sem í möppunni eru. Þannig lærir barnið að meta eigin verkefni um leið og það lærir að þekkja sjálft sig, en hér er að sjálfsögðu um að ræða elstu börn leikskólans. Möppumat sýnir þróun barns í samhengi, þar sem verkefnum er safnað yfir langt tímabil. Möppumat á alls ekki að hafa þann til- gang að bera börn saman heldur að halda til haga upplýsingum um þroska barnsins yfir ákveðið tímabil. Með hliðsjón af þess- ari gagnasöfnum getur kennari myndað sér heildstæða mynd af barninu, færni þess og getu, þörfum, hæfileikum og áhuga- sviði . Möppumat reynist einnig mjög vel til upplýsingamiðlunar eins og þegar um for- eldraviðtöl er að ræða. Með möppumatið sem grunninn að viðtalinu geta þeir sem viðtalið veita sýnt fram á þróun barns í máli og myndum sem og stutt þær álykt- anir sem starfsmaður hefur dregið af verk- um og athöfnum þess. Onnur atriði sem möppumat gæti nýst fýrir eru að: •B skrá niður þróun/þroska barns og ein- staka framfaraspor, eins og áður hefur komið fram ■ að koma auga á vandamál við kennslu eða lærdóm ■ sem grunnur að einstaklingsnámskrá Til að auðvelda starfsmönnum for- eldraviðtölin og gefa þeim gleggri mynd á það hvernig barninu vegnar er því gott að gera stutta samantekt ca. tvisvar til þrisvar á ári, þar sem komið er inn á áhugasvið barnsins og þeim framförum sem orðið hafa hjá því. Álcvörðun um það hvað á að fara inn í möppuna á að byggja á tilgangi hennar því án tilgangs er mappan eingöngu mappa með verkum barnsins. I Sólborg er til- gangur möppunnar að túlka og skilja verk barnsins og tengja verkin við stærra sam- hengi, eins og þróun barnsins við að til- einka sér mismunandi færni og nýta þá þekkingu sem þar kemur fram til að sníða bæði nám og leik að þörfum hvers barns fyrir sig. Einnig er hún mælilcvarði á það hvernig leikskólastarfið skilar sér til barn- anna og því ætti möppumatið að taka mið af Aðalnámskrá leikskóla og námskrá leik- skólans sjálfs. Þroskaþjálfinn og möppumat Eina af mikilvægustu staðreyndum heildtækrar skólastefnu sem og möppu- matsins tel ég vera að hún/það þjónar þeim tilgangi að koma jafnt til móts við alla, óháð færni og persónulegum eigin- leikum. Með þessu er átt við að í dag sé það krafan innan skólakerfisins að tekið sé tillit til allra barna, þeirra sem eru á und- an í námi, þeirra sem eru seinir til náms og allra hinna á sama hátt og að nám sé snið- ið að þörfum hvers og eins. Fötlunin á ekki að vera aðalatriði hjá barninu heldur hvernig það tileinkar sér nám, rétt eins og hjá hverju öðru barni. Starf þroskaþjálfans innan leikskólans felst m.a. í því að útbúa einstaklings- námskrá fyrir börn með sérþarfir. Slík vinna krefst þess að þroskaþjálfinn hafi greinagóðar upplýsingar um stöðu barns- ins á sem flestum þroskasviðum og hvern- ig hægt er að nýta þann styrk sem barnið býr yfir á öllum sviðum. Með hliðsjón af notagildi möppumatsins má ljóst vera að það fellur mjög vel að starfi og menntun þroskaþjálfans. Möppumatinu er ætlað að koma til móts við einstaklinginn og hans þarfir. Slík hugsun er einmitt ríkjandi í starfi þroskaþjálfans, að hafa einstakling- inn ætíð í brennidepli og því ætti það að veitast þroskaþjálfum auðvelt að vinna með möppumatið, hvort sem um er að ræða viðbót við gerð einstaklingsnámskrár eða vinnuplagg almennt. Hugmyndafræð- in á bak við möppumatið lcemur sér einlc- ar vel fyrir þau börn sem þroskaþjálfinn •4 1967 öðlaðist Gæslusystraskólinn löggildingu og var þar með orð- inn ríkisskóli. Lög um fávitastofn- anir voru samþykkt frá Alþingi en í þeim var ákvæði þess efnis að við aðalfávitahæli ríkisins ætti að reka skóla til að sérmennta fólk til fávitagæslu. starfar með, þar sem gæði þeirrar mennt- unar sem þau fá hljóta að aukast með til- komu aukinnar einstaklingsviðmiðunar í uppbyggingu náms. I framtíðinni er alveg hægt að hugsa sér að möppumatið komi til með að styrkja samband leikskóla og grunnskóla, þegar að því kemur að barnið fari frá leikskólanum í grunnskólann og jafnvel hægt að vinna áfram með möppu barnsins þar. Möppumat er nokkuð sem ekki á bara heima inni í leikskólum, möppumat hentar mjög vel inn í skóla- kerfið í heild sinni, þar sem fjölbreytileiki nemenda er afar mikill og mikilvægt er að geta myndað sér heildstæða mynd af hverjum nemenda fyrir sig. Þeir sem vilja kynna sér þetta verkefni betur er bent á að hafa samband við leik- skólann Sólborg, Vesturhlíð eða Onnu Björk. Heimildir Armstrong, T. 2001. Fjölgreindir í skólastof- unni. Erla Kristjánsdóttir þýddi. 2. útg. Reykjavík: JPV- útgáfa Arndís Bjarnadóttir 1998. Heildtœk skólastefha. Stjórnunarháttur og starfsgrundvöllur. [Lokaritgerð við Kennaraháskólann - stjórnsýsluskor] Frederickson, N. Og Cline, T. 2002. Special Education Needs, Inclusin and Diversity, a textbook. England: Open University Press Salend, S.J. 2001. Creating inclusive classrooms - ejfective and reflective Practices. 4. útg. USA: Prentice - Hall, Inc. Rammaáætlun Salamanca - yfirlýsingarinnar 1994 Munnlegar heimildir: Jónína Konráðsdóttir, leikskólastjóri. Um möppumat og fleira. 25.3.2003 Gagnlegar vefslóðir www.thomasarmstrong. com/multiple_intelligences.htm www.eduplace.com/rdg/res/ literacy/assess6.html http://www.pgcps.pg.kl 2. md.usAelc/ portfolio-html http://www.teachervision.fen.com/ lesson-plans/lesson-4528.html?detoured=l http://www.indiana.edu/- reading/ieo/bibs/portfoli.html Anna Björk Sverrisdóttir BA í þroskaþjálfun 2003. Starfar sem deildarþroskaþjálfi á leik- skólanum Sólborg.

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.