Þroskaþjálfinn - May 2005, Page 11

Þroskaþjálfinn - May 2005, Page 11
VIÐTALIÐ Félag gseslusystra 18. maí * 965 Þroskaþjálfafélag íslands 18. maí 2005 Þann 18. maí árið 1965 var Félag gæslu- systra stofnað að Bólstaðahlíð 58 í Reykja- vík. Stofnfélagar voru 19 gæslusystur. Trúnaðarmaður starfsmanna, Þorvaldur Steinason sat fundinn og undirbjó drög að fyrstu lögum þess. Stuðningur hans var heldur betri en enginn og kom inn með þá þekkingu sem til þurfti. Fyrsta stjórn félagsins var skipuð þannig, formaður Gréta Bacmann, gjald- keri Arný Kolbeinsdóttir, ritari Helga Birna Gunnarsdóttir. Varastjórn skipuðu Guðrún Gunnars- dóttir, Sigríður Eyjólfsdóttir og Kristjana Sigurðardóttir. Endurskoðendur voru þær Erla Friðleifsdóttir og Sonja Larsen. Til að fræðast ögn nánar um aðdrag- anda þess að féiagið sem nú heitir Þroska- þjálfafélag Islands var stofnað fékk ég Helgu Birnu Gunnarsdóttur, þroskaþjálfa til að setjast niður með mér og leiða hug- ann tii þeirra daga þegar nokkrar ungar konur og þar á meðai hún sjálf, tóku sig til og stofnuðu með sér félag til að efla og styrkja stéttina, sem þá var að stíga sín fyrstu skref. HVAÐ VARÐ TIL ÞESS AÐ ÞIÐ STOFN- UÐUÐ FÉLAG? Ástæðunnar er að leita aftur fyrir daga þessarar starfsstéttar. Við verðum að skoða þann jarðveg sem þessi stétt sprett- ur uppúr. Það voru afleiðingar stjórnvaldsá- kvörðunar að safna saman fólki héðan og þaðan af landinu og vista það á spítala- stofnun, altækri stofnun undir yfirstjórn Ríkisspítala, þar sem því var gert að dvelja allann sólarhringinn, lokað frá samfélag- inu og samlöndum sínum. Það var auð- vitað slík vitleysa að við það gat engin hvorki búið né starfað. I/ Helga Birna Gunnarsdóttir Eðli málsins samkvæmt þá laut búset- an eða vistunin, eins og það hét þá, lög- málum sjúkrahúskerfis sem beinlínis krafðist veikinda eða sjúkdóma tii að "funkera" eðlilega eða vera sjálfu sér sam- kvæmt. Við upphaf starfaði þar fólk sem fyrst og fremst var menntað til að ráða niðuriögum sjúkdóma en sjúkdómar voru ekkert aigengari á Kópavogshæli en ann- arsstaðar meðal þjóðarinnar. Skólinn hins vegar vísaði í aðra átt sniðin eftir danskri fyrirmynd sem tók mið af þeim straumum og stefnum sem þá þegar var farið að örla á í Evrópu og sem síðar var skilgreint "normun" og blöndun og var í hróplegu ósamræmi við þennan stað suður í Kópa- vogi. Sem dærni var sálarfræði námsefni sem lögð var hvað ríkust áhersla á í nám- inu og þar var lögð áhersla á að virkja vist- fólk til einhverrar iðju. Forráðamenn og brautryðjendur skólans þau Ragnhildur Ingibergsdóttir yfirlæknir hælisins og Björn Gestsson forstöðumaður og fyrsti skólastjóri skólans reyndu að mínu mati að draga úr áhrifum sjúkrastofnunarinnar en þar var við ramman reip að draga. Þessi misvísandi skilaboð og aðstæður allar leiddu af sér tilvistarkreppu fyrir báða hópana og varð ófrávíkjanlegur hvati til róttækra aðgerða og því eðlilegt framhald hjá okltur gæslusystrum að taka höndum saman og stofna félag. Það má líka segja að það sé eðlilegt framhald af því að starfs- stétt verður til, það liggur í hlutarins eðli. NAFN STÉTTARINNAR, GÆSLUSYSTUR, HVAÐAN KOM ÞETTA NAFN OG HVERNIG SKÝRIR ÞÚ ÞETTA HEITI? Orðið gæslusystur hefur mér alltaf fundist frekar skírskotun í trú en eitthvað annað. Ef til vill er það af því ég hef sjálf verið frekar höll undir kaþólsku, gæslu- systur = að gæta/vernda, systur/nunnur eða systrakærleikur. Mig minnir líka að ég hafi heyrt þá ágætu konu Ragnhildi Ingibergsdóttur reyfa hugmyndina að nafninu með þeim hætti. Annars man ég ekki eftir mildum umræðum um þessa nafngift eða að hún hafi þvælst mikið fyrir okkur og þori ekki að ábyrgjast hvaðan hún er komin. Eg held að það hafi ekki orðið fyrr en seinna að fólk fór að leggja sérstakan skilning í nafnið og nota sem dæmi um niðurlæg- ingu þessa tímabils. Eg verð hinsvegar æv- inlega þalddát forsjóninni fyrir að auðnast þau forréttindi að eiga samfylgd með þessum merkilegu brautryðjendum. Hvernig þessi hópur kvenna brást við erf- iðum aðstæðum er í mínum huga aðalat- riðið HVER VORU HELSTU BARÁTTUMÁL ÞESSARAR LITLU STÉTTAR Á FYRSTU MISSERUNUM? Fljótlega eftir stofnfund voru lagðar fram teikningar að væntanlegu félags-

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.