Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 16

Þroskaþjálfinn - maí 2005, Blaðsíða 16
 Kennaraháskóli Islands er miðstöð kenn- ara-, þroskaþjálfa-, íþróttafræði- og upp- eldismenntunar á Islandi. Þeir sem mennta sig til þessara starfa gegna mikil- vægu menningar- og þjónustuhlutverki í samfélaginu. Hlutur þeirra hefur vaxið hröðum skrefum undanfarna áratugi í kjölfar þeirrar þróunar sem orðið hefur í samfélaginu. Kennaraháskólinn telur sér skylt að efla hæfni nemenda sinna til starfa og til þess að ná því markmiði hefur manngildissjónarmiðið verið haft að leið- arljósi. Það birtist m.a. í því að hagsmun- ir skjólstæðinganna eru öðrum starfsskyld- um æðri. Viðfangsefni þeirra sem sinna mennt- un, þjálfun, uppeldi og umönnun hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Kröfur um fagmennsku og gæði hafa orðið meira áberandi í opinberri stefnumörkun um menntun á þessu sviði, bæði hér á landi og erlendis. Kennaraháskólinn hyggst ráðast í breytingar á skipulagi grunn- og fram- haldsnáms við skólann í þeim tilgangi að auka gæði námsins og bregðast við breytt- um samfélagsaðstæðum. Markmið breyt- inganna er að efla þá starfsmenntun sem Kennaraháskólinn veitir. Jafnframt er stefnt að því að bæta aðgang ungs fólks að framhaldsnámi við skólann og laga nám við skólann að Bologna-samþykktinni frá árinu 1999. Samkvæmt henni er stefnt að því að breyta fyrirkomulagi æðri mennt- unar tæplega þrjátíu Evrópulanda, þar á meðal á Islandi, og auka þar með sam- keppnishæfni hennar. Stefna Kennaraháskóla Islands var samþylckt á fundi háskólaráðs 21. desem- ber síðastliðinn. Hún byggir á samningi skólans og menntamálaráðuneytis um kennslu og rannsóknir. Gert er ráð fyrir að bjóða upp á lengra og ítarlegra nám og fyrirhugað að endurskipuleggja allar námsbrautir. Þetta er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í Evrópu. Ekki er úr vegi að fullyrða að sú breyt- ing sem nú verður gerð sé rökrétt fram- hald af þeirri sameiningu sem varð í árs- byrjun 1998. Þá var Kennaraháskólinn sameinaður Þroskaþjálfaskólanum, Fóstruskólanum og Iþróttakennaraskólan- um. Síðan þá hafa orðið töluverðar breyt- ingar á námi við skólann og með stefnu- breytingu Kennaraháskólans er þeirri þró- un framhaldið. Kennaraháskóli Islands Kennaraháskóli Islands er, samkvæmt lögum, vísindaleg fræðslu- og rannsóknar- stofnun. Hann veitir nemendum sínum menntun til að starfa við kennslu, þjálfun, uppeldi og umönnun og jafnframt til að sinna fræðilegum rannsóknum. I náminu á að tvinna saman fræðilegt nám og nám á starfsvettvangi. Mikilvægt er að kennarar við skólann fylgist með sér- sviði sínu og skapi nýja þekkingu sem sé alþjóðleg en taki auk þess mið af aðstæð- um hér á landi. Mikilvægt er að Kennaraháskólinn eigi gott samstarf við þá sem eigi hagsmuna að gæta um starfsemi hans. Þar er átt við samtök kennara, þroskaþjálfa og annarra fagstétta sem tengjast Kennaraháskólan- um. Einnig skóla landsins og aðrar þjón- ustustofnanir í okkar velferðarkerfi. Þá er ekki síður mikilvægt að skólinn eigi gott samstarf við hagsmunasamtök foreldra og annarra neytenda, sveitarfélög, yfirvöld mennta- og félagsmála og síðast en eldd síst rannsóknarstofnanir. Nýskipan náms 2007 Sú nýskipan náms sem hér hefur verið rædd kemur að fullu til framkvæmda árið 2007, á aldarafmæli skóians. Námsskrá sem byggir á nýju fyrirkomulagi verður birt í janúar það ár og kennsla samkvæmt henni hefst í ágúst 2007. Starfsmenntun verður efld þannig að nemendur eigi möguleika á að ljúka meistaranámi strax að grunnnámi loknu. Hingað til hefur verið gerð krafa um tveggja ára starfsreynslu að lágmarki áður en meistaranám er hafið. Nýtt skipulag grunnnáms Námskeið verða endurskipulögð og framboði þeirra breytt. Til að auka mögu- leika á sérhæfmgu í grunnnámi verður boðið upp á B.Ed. nám, þar sem uppeld- is- og menntunarfræði verða þungamiðj- :.«)

x

Þroskaþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.