Þroskaþjálfinn - maj 2005, Side 17
an, og B.A. eða B.S. nám sem tengist þá
ákveðnum fagsviðum eða kennslugrein-
um.
Nýtt skipulag framhaldsnáms
Boðið verður upp á tvenns konar
framhaldsnám, rannsóknartengt nám
(sem lýkur með M.S., M.A. eða Ph.D.
gráðu) og starfstengt nám (sem lýkur með
M.Ed. eða Ed.D gráðu). Með þessu verð-
ur námsframboð skólans lagað að því sem
þekkist hjá öðrum fagstéttum í nágranna-
Iöndum okkar. Breytingarnar eru einnig í
takt við þó þróun sem orðið hefur á fram-
boði annars meistaranáms og má þar
nefna MBA nám sem dæmi. Ein helsta
breytingin er sú að fullt starftengt nám á
framhaldsstigi (M.Ed.) verður í boði strax
að loknu grunnnámi ólíkt því sem nú er.
Auk þessu verður framboð á símenntun
fjölbreyttara.
Námið og gæðakröfur
Stefnt er að því að öll námskeið í
Kennaraháskólanum verði fimm einingar.
Þar með getur fagleg dýpt og heildarsýn
einkennt öll námskeið skólans. Einnig
verður lögð áhersla á ábyrgð nemenda og
virkni í eigin námi.
Litið er á nám í Kennaraháskólanum
sem rannsóknartengt starfsnám og ætlast
til að þrír samtvinnaðir þræðri gangi í
gegnum öll námskeið. I fyrsta lagi verða
öll námskeið tengd ákveðnu fræðasviði og
rannsóknum á því. Þar með geta nemend-
ur hagnýtt sér niðurstöður rannsókna og
fræðilega þekkingu á viðkomandi sviði.
Grunnur að aðferðafræði verður lagður
snemma. I öðru lagi verður stefnt að því
að öll námskeið tengist starfsvettvangi.
Þetta verður meðal annars gert með heim-
sóknum og beinni þátttöku £ starfi á vett-
vangi. I þriðja lagi verður lögð áhersla á
sköpun og miðlun í öllu námi við Kenn-
araháskólann.
Kjörorð Kennaraháskóla Islands er
„Alúð við fólk og fræði". Að sýna alúð
merkir að leggja sig fram, vinna af lcost-
gæfni, sýna árvekni og samviskusemi í
verki, gefa af sjálfum sér.
SIÐAREGLUR
ÞROSKAÞJÁLFA
1. grein:
Þroskaþjálfi beitir fagþekltingu sinni í því skyni að bæta lífsskilyrði og lífsgæði
skjólstæðinga sinna. Virðing og umhyggja íyrir skjólstæðingum og
aðstandendum þeirra skal vera grunnur í starfi þroskaþjálfa.
2. grein:
Þroskaþjálfi skal ávallt standa vörð um réttindi skjólstæðinga sinna. Hann skal
rækja starf sitt af samviskusemi, óháð þjóðerni, kynþætti, trúarbrögðum,
litarhætti, kynferði og þroskastigi skjólstæðingsins. Þroskaþjálfi skal bera
virðingu fyrir lífaldri skjólstæðingins, einkalífi hans og eignum.
3. grein:
Þroskaþjálfi er bundinn þagnarskyldu varðandi upplýsingar um skjólstæðinga,
hvaða formi sem þær eru skráðar. Þær skulu geymdar þannig að óviðkomandi
hafi ekki aðgang að þeim. Séu persónulegar upplýsingar um skjólstæðing
notaðar sem fræðsluefni skal fá til þess leyfi frá skjólstæðingi og/eða
aðstandendum hans og skal þá nafnleyndar gætt sé þess óskað.
4. grein:
Þroskaþjálfi skal einungis taka að sér starf eða ráðgjöf sem hæfir menntun hans.
Hann skal leitast við að veita þjónustu samkvæmt ströngustu faglegum
kröfum. Þroskaþjálfa ber skylda til að viðhalda þekkingu sinni.
5. grein:
Þroskaþjálfi skal jafnan sýna drengskap í samskiptum við starfsfélaga. Honum
ber að forðast hvaðeina sem rýrt getur álit almennings á starfi þroskaþjálfa eða
skert hagsmuni stéttarinnar.
6. grein:
Þroskaþjálfi skal leita aðstoðar annarra sérfræðinga ef þörf er á. Hann skal virða
sérþekkingu annarra faghópa og nota sérþekkingu sína til að ráðleggja öðrum.
7. grein:
Þroskaþjálfi skal gæta þess að starfsákvæði séu í samræmi við samninga og
samþykktir viðurkenndar af þroskaþjálfafélagi Islands.
8. grein:
Þroskaþjálfi skal kynna sér og starfa eftir þeim lögum og reglugerðum sem í
gildi eru hverju sinni um málefni fatlaðra og þroskaþjálfastéttina sjálfa, svo og
eftir öðrum þeim lögum og reglugerðum sem varða starf hans.
9. grein:
Verði þroskaþjálfi þess var að starfsfélagi hans hafi brotið siðareglur ber honum
að ræða brotið við viðkomandi. Sé það árangurslaust ber að tilkynna brotið til
siðanefndar Þroskaþjálfafélags Islands.
10. grein:
Siðareglur þessar ber eklci að skoða sem tæmandi lýsingu á góðum starfsháttum
þroskaþjálfa.