Þroskaþjálfinn - May 2005, Page 19
Laun
Eins og fram kemur á mynd 3 sögðust
flestir þátttakenda vera mjög ósammála
og frekar ósammála þegar spurt var hvort
þeim fmndist launin vera sanngjörn mið-
að við þá ábyrgð sem að þeir hafa í starfi
sínu eða alls um 90%.
Lokaorð
I lokaspurningu könnunarinnar voru
þátttakendur beðnir um að merkja við á
skalanum 1-10 hversu sáttir þeir væru í
starfi. Við 7 merktu um 18%. Flestir
merktu við 8 og 9 eða um 68% og við 10
merktu 6,3% þátttakenda.
Af niðurstöðum spurningakönnunar-
innar má álykta að þeir þroskaþjálfar sem
tóku þátt í könnuninni eru almennt
ánægðir í starfi þrátt fyrir andlegt álag og
ósanngjörn laun.
Að lokum vil ég þakka þeim sem svör-
uðu könnuninni fyrir þátttökuna og
stjórn Þroskaþjálfafélags íslands fyrir að-
stoðina.
Ingibjörg Gyða Guðrúnardóttir, útskrifaðist
fra ÞÍ 1992. Kennaraháskóli íslands, viðbót-
arnám til BA gráðu, lokið 2004. Háskóli ís-
lands, fötlunarfræði til MA gráðu, hófst
2004.