Þroskaþjálfinn - mai 2005, Síða 21

Þroskaþjálfinn - mai 2005, Síða 21
Það er einnig vinsælt að fara í bíó, taka myndbandsspólur eða horfa á sjónvarp þegar þeir eru heima. Sjálfsþekking og efling Þátttakendur eiga sér sínar óskir og þrár og láta sig dreyma. Oft snérust draumarnir um að ferðast á erlendri grundu. Gísli talar t.d. um að hann langi svo til Astralíu: Eða heimsferð. Það væri gaman að fara til margra landa í einni ferð svo sem Brasilíu, Argentínu, Suður-Ameríku, Afríku, Astralíu og þaðan til baka. Það væri draumur að fara í svona ferð og fara yfir miðbaug og eiga svo kannski afmæli í tvo daga. En hugurinn hafði reikað víðar. Það er einmitt í gegnum drauma þeirra sem það birtist hversu meðvitaðir þeir eru um tak- mörk sín í lífinu. Sem dæmi um þetta eru Ragnar sem hefði viljað vinna sem flug- þjónn hefði hann getað lært það og Hulda sem gerir sér grein fyrir að það þurfi að fara í háskóla til að verða hjúkrunarfræð- ingur eða lögfræðingur. Ragnar segir t.d: En maður þarf að fara í háskóla og ég veit ekki hvað og hvað. Nei, mér gekk alltaf svo illa í skóla að ég gafst fljótt upp á því. Það var aðeins í þessum umræðum sem örlaði á biturleika en annars var það einkennandi fyrir hópinn hvað hann var sáttur og hamingjusamur með líf sitt. Þrátt fyrir meðvitund um eigin tak- mörk virðast þátttakendur búa yfir sjálfs- bjargarviðleitni sem kemur til dæmis fram í því hvernig þeir sækjast eftir að komast á námskeið til að styrkja sig á ákveðnum sviðum sem nýtist þeim svo sem í tölvu- notkun, ensku, matreiðslu og fleiru. Eða hvernig Kristín vílar ekki fyrir sér að vera í útlöndum þó hún tali ekki erlent tungu- mál og hafi á hreinu hvernig er hægt að bjarga sér: Ef við viljum fara eitthvað tölum við bara við fararstjórann. Hann er við fjórum sinnum í viku og hjálpar kannski okkur ef að við viljum fara í dýragarð. Svo ef við getum eldd talað þá bendum við bara á hlutinn. Ef hann skilur ekki þegar maður biður um kók þá bara bendir maður á kók. Þetta undirstrikar það sem Cocks og Cockram (1997) hafa fjallað um og lýtur að óskum fólks með þroskahömlun um að fá tækifæri til að efla og styrkja hæfileika sína. Tengsl við fjölskyldu Tengsl þátttakenda við foreldra voru allstaðar fyrir hendi. Þau virtust þó í með- allagi mildl og aðeins einn þátttakandi var í dagiegu sambandi við foreldra. Misjafnt var hvoru megin frumkvæðið lá að heim- sóknum. En þegar eru skoðuð tengsl þátt- takenda við systkini sín kemur í Ijós að þau eru fremur lítil. Systkini þessa hóps lcoma nánast aldrei í heimsókn til þeirra. Hulda hafði eðlilega skýringu á því: Nei, eldri bróðir minn hann er núna farinn til Altureyrar. Fór í háskólann þar. Svo náttúrulega yngri bróðir minn, hann er kominn með kærustu og hann kannski hefur ekki tíma til að ldkja af því að hann er náttúrulega að vinna. Aðeins einn þátttakandi, Gísli sker sig úr hvað þetta varðar og deilir áhugamáli með einum og stundum tveimur bræðrum sínum. Þjóðmáiaumræðan Þátttakendur virtust fylgjast noltkuð með þjóðmálaumræðu. Þar skáru Aron og Gísli sig úr og kom til dæmis fram í því að þeir höfðu fylgst vel með umræðunni um örorkumál síðustu misserin. Einnig mátti lesa úr orðum Gísla ákveðinn ugg við að ferðast erlendis vegna hryðjuverkamanna og vísar það til þess fréttaflutnings sem verið hefur undanfarna mánuði. Það kom nokkuð á óvart þegar búsetu- form fyrir fólk með þroskahömlun voru rædd hvað Gísli var upplýstur um gömlu stofnanirnar og líkti sambýlunum við þær. Það var eitthvað sem hann hefði greinilega aldrei getað hugsað sér að upplifa að lenda þar inni. Andleg líðan Sjálfstæði þátttakenda er mikið. Það var afar athyglisvert að heyra hversu sér- staka áherslu þátttakendur lögðu á hvað væri gott að búa í sjálfstæðri búsetu án af- skipta annarra. Downer og Walmsley (1997) hafa einmitt bent á þessa miklu þrá hjá fólki með þroskahömlun eftir sjálf- stæði og ábyrgð á eigin lífi. Jónína er sátt við lífið og tilveruna og segir: Mér finnst alveg frábært að geta búið út af fyrir mig. Maður ræður sér alveg sjálfur. Einu sinni voru mamma og pabbi að tala um að láta mig á sambýli þegar ég var svona 18-19 ára og ég umturnaðist alveg og sagði: Þá get ég bara eins flutt upp á Esju og þið getið bara heimsótt mig í kofa á Esjunni. Hulda segir einnig: Ég var eitthvað fegin að komast að heiman. Þá er enginn að skipta sér af, er bara útaf fyrir mig og mér finnst það mjög notalegt. I stað þess að það er alltaf verið að kalla á mann og kannski trufla mann þegar maður er að gera eitthvað. Þátttakendur voru einstaklega sáttir og í raun hamingjusamir með líf sitt. Þeir upplifðu sig aldrei einmana og virtust geta haft nóg fyrir stafni ef þeir bara kærðu sig um það. Einverunnar virtust þeir einnig njóta inn á milli. Enginn lcvartaði undan afkomu sinni og allir virtust stoltir af því sem þeir höfðu. Það vakti athygli oklcar hversu gaman þátttakendum fannst að vera með í þessari könnun. Þeir fundu til þess að þau væru að aðstoða okkur við eitthvað mikilvægt. Þeir virtust einnig njóta þess á sterkan hátt að segja frá sér og lífi sínu. Sumir þeirra höfðu jafnvel á orði að þeir vildu gjarnan hitta oldtur aftur ef tilefni gæfu til. Þetta styður við rannsólcn Fullagar og Owler (1998) um hvernig það skiptir fólk með þroskahömlun máli þegar það finnur að það hefur frá einhverju að segja sem hlust- að er eftir. Hugleiðingar Margt í niðurstöðum rannsóknarinnar kallar á nýjar spurningar. Hver er til dæm- is ástæða þess að tómstundalíf þessara ein- staklinga utan heimilis er svo mikið innan menningarheims fólks með þroskahöml- un sem raun ber vitni? Dóra Bjarnason (2003) spyr sig einnig viðlíkrar spurning- ar í rannsókn sinni „Fullorðinshlutverk og fötlun.1' Er það vegna þess að þau fái tak- markaðan aðgang að félagslífi annarra í samfélaginu? Er ástæðan kannski sú að þau mæti óviðeigandi viðmóti eða séu hunsuð? Eða hafa þau hreinlega valið sér sjálf þetta hlutskipti og vilja hafa þetta svona? Líklega er það stóri vinningur hvers einstaklings að geta notið sjálfstæðis. Einn af mildlvægum þáttum þess er að búa í

x

Þroskaþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.