Þroskaþjálfinn - May 2005, Page 22

Þroskaþjálfinn - May 2005, Page 22
sjálfstæðri búsetu. Það sýna þátttakendur okkur á skýran hátt. Við spyrjum okkur hvort sú almenna ánægja og hamingja með lífið almennt tengist jafnvel þessum þáttum? Að lokum ber þess að geta að erfitt er að alhæfa þessar niðurstöður yfir á heild- ina. En við teljum þó að þetta gefi ákveðna vísbendingu um menningarheim fólks með þroskahömlun. Lokaorð Rannsóltn okkar beindist að menn- ingu fullorðins fólks með þroskahömlun. Þegar við fórum af stað með hana höfðum við ekki fyrirfram mótaðar hugmyndir um niðurstöður. En þær sýna okkur að þátt- takendur eiga sér sinn eigin menningar- heim sem tilheyrir fólki með þroskahöml- un. Innan þess menningarheims eyða þeir flestum sínum frístundum sem einkennast af áhuga fyrir íþróttum, þátttöku í ýmis konar námskeiðum og umgengni hvert við annað. Ekki verður séð af niðurstöðum hvort það sé samfélagið sem útiloki þessa ein- staldinga frá almennri þátttöku eða hvort þetta er þeirra val. Það er þó vert að geta þess að þær tómstundir sem sérstaklega eru gerðar fyrir fólk með þroskahömlun spanna ekki vítt svið og anna heldur eldd eftirspurn eins og fram kemur hjá einum þátttalcanda sem komst ekki á þau nám- skeið hjá Fjölmennt sem hann hefði kosið sér. I framhaldi af þessu verður að teljast afar mikilvægt að fólk með þroskahömlun sé upplýst um alla hugsanlega möguleika til tómstundaiðkunar sem samfélagið hef- ur uppá að bjóða þannig að það búi við sömu möguleika til að velja eins og aðrir þegnar þess. Niðurstöður rannsóknarinnar endur- spegla þær óskir og þrár sem þátttakendur eiga um innihaldsríkt líf. Þeir leggja áherslu á eigið sjálfstæði sem virðist undir- staða hamingju þeirra. Af þessu getum við lært. Við getum nýtt þekkinguna þeim og öðrum til handa og stutt þá með ráðum og dáðum í átt til þess lífs sem þeir sjálfir kjósa sér að lifa. Heimildaskrá Beart, Suzie, Debbie Hawkins, Biza Stenfort Kroese, Paul Mithson og Inigo Tolosa. 2001. „Barriers to assessing leisure opportunities for people with learning disabilities." British Journal of Learning Disability 29,4:133-138. Cocks, Errol og Judith Cockram. 1997. „Empowerment and the Limitations of Formal Human Services and Legislation.“ Empowerment in Everyday life, bls 222- 240. Ritstj. Paul Ramcharan, Gwyneth Roberts, Gordon Grant og John Borland. Jessica Kingsley Publishers, London og Philadelphia. Devas, Magda. 2003. „Support and Access in Sports and Leisure Provision.“ Disability & Society 18,2:231-245. Downer, Jackie og Jan Walmsley. 1997. „Shouting the Loudest: Self-Advocacy, Power and Diversity." Empowerment in Ev- eryday Life, bls 35-47. Ritstj. Paul Ramcharan, Gwyneth Roberts, Gordon Grant og John Borland. Jessica Kingsley Publishers, London og Philadelphia. Dóra S. Bjarnason. 1991. „Á blöndun og normalisering við um alla?“ Þroskahjálp 13,1:8-14. Fullagar, Simone og Kathryn Owler. 1998. „Narradves of Leisure: recreating the self.“ Disability & Society 13,3:441-450. McMillan, James H. 2004. Educational Rese- arch. Pearson Education, Inc., Boston. Rósa Sigurlaug Eiríksdóttir, BA í þroskaþjálf- un frá KHI vorið 2004. Starfar nó sem yfir- þroslcaþjálfi við Ártúnsskóla. Sigríður Eir Guðmundsdóttir, BA í þroska- þjálfun frá KHl vorið 2004. Starfar sem yfir- þroskaþjálfi við Árbæjarskóla. Fréttir frá Siðanefnd Þann 22. febrúar 2005 stóð Siðanefnd Þroskaþjálfafélags íslands fyrir fræðslufundi um siðferði í starfi hjá þroskaþjálfum. Þar fluttu Anna Lilja Magnúsdóttir og Sigríður Daníelsdóttir þroskaþjálfar, fyrirlestur sem bar yfirskriftina: Siðareglur - skoöun - samræða. Að vakna úr dvala. Anna og Sigríður hafa báðar stundað nám í starfstengdri siðfræði í Háskóla íslands. í erindunum var m.a. fjallað um að þroskaþjálfar hefðu frumskyldur að leiðarljósi í starfi sínu. Gagnrýna hugsun - að gera sér grein fyrir eigin starfskenningu og gera það að sínu hjartans máli. Kjarninn við góða lífsspeki er ekki að orða hana, heldur að lifa samkvæmt henni. Fundinn sóttu um 40 þroskaþjálfar. í lokin urðu góðar og líflegar umræður um efnið. Starfsmenn fundarins voru þroskaþjálfar á Lækjarási: Laufey Gissurardóttirfundarstjóri, ritarar Guðbjörg Haraldsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.