Þroskaþjálfinn - mai 2005, Síða 24

Þroskaþjálfinn - mai 2005, Síða 24
sem fatlaðir eru og starfa, leikskólar, sérleikskólar, sérskólar, þjálf- unar og hæfingastöðvar. Það kom mér á óvart hversu mikið er um sérskóla hérna í Svíþjóð og gengið út frá þeirri skilgreiningu að barnið/nemandinn þarf að hafa ákveðna færni/forsendur til að geta verið í almennum bekk. Eg hef nú ekkert gert neina úttekt á þessu og tala bara út frá því sem í kringum mig er. I skóla dóttur minnar er sérdeild með sérskólanemendum. Einn nemandi þar kemur í heimsókn í bekkinn hennar nolckrum sinnum í viku og varla hægt að tala um blöndun í því tilfelli. Þau borða eldd saman og eru ekki saman í frimínútum. Mér finnst þetta náttúrulega frekar kúnstugt þar sem ég hef aðra reynslu að heiman bæði frá eigin vinnu og ein af bestu vinkonum dóttur minnar og bekkjar- systir á Islandi er fötluð stúlka. En væntanlega eru dæmin mismunandi eftir stöðum og skól- um hérna úti. I haust fór ég líka í kúrs um vefsíðugerð og myndvinnslu og núna í vor er ég að byrja í kúrs sem heitir: Projektledning, individ och grupp. Og svo er bara að taka stefnuna á mastersnámið næsta haust og þá annað hvort heima eða hérna úti. Ég áttaði mig ekki á því þegar ég kom hingað út, að Karlstad er í kommúnunni Vármland en Vármland-ingar eru stoltir af sinni heimabyggð og í ár verður haldið upp á 100 ára aðskilnað Noregs og Svíþjóðar en þeir samningar áttu sér stað hér. Það er nokkuð af Islendingum hérna og við höfum hist einu sinni heima hjá einni í svona íslensku kaffiboði með pönsum og flatbrauði og góðum tertum. Svo er auðvelt að kynnast Svíunum í háskólanum og lífið þar fjölbreytt og alltaf eitthvað um að vera. Ég er nýbúin að vera á litlum námskeiðum sem voru á vegum Dans i Vármland, annað hét: Skapande dans med barn och ungdomar med funktionshinder og hitt: Integrera dans med andra ámnen. Ég get ekki annað sagt en að lífið hérna sé margbreytilegt og af nógu að taka ef áhugi er fyrir hendi og jafnframt eins mikil ró og næði og maður hefur þörf íyrir. Og skemmtilegast er svo að kynn- ast annarri þjóð og taka inn ný sjónarhorn, njóta öðruvísi loftslags og samvista við fólk með skóg og vötn allt um kring. Guðný María Hreiðarsdóttir, þroskaþjálfi frá ÞÍ 1982. BA próf frá KHÍ 2004. I námsleyfi frá Artúnsskóla í Reykjavík. -* 1976 var ný reglugerð um skólann samþykkt, hann var gerður að sjálfstæðri stofnun og var þar með ekki leng- ur undir stjórn Kópavogshælis. Hlutverk skólans var skil- greint að nýju: „Að veita nemendum fræðilega þekk- ingu og starfsþjálfun til að gegna þjálfun, uppeldi og umönnun þroskaheftra". Námstíminn breyttist í þriggja vetra nám, vægi bóklegs náms var aukið. Inntökuskil- yrði í skólann voru hert auk þess sem nemendur fengu ekki lengur greidd laun á námstímanum. í reglugerð- inni var ákvæði þess efnis að verknámskennarinn ætti að vera þroskaþjálfi. Á þessum tíma var skólinn enn staðsettur á Kópavogshæli, í gamla Holdsveikraspítalan- Kröfur um skrif °g frágang greina 1. leturgerð: Times New Roman 2. leturstærð: 12 3. línubil: 1 (single) 4. skilafrestur: sjá heimasíðu Þ.í. 5. greinin skal send í tölvupósti á utgafurad@visir.is 6. greinin skal hafa verið prófarkalesin af a.m.k. einum aðila áður en hún er send útgáfuráði 7. lengd greinar skal miðast við 2 - 4, A-4 blaðsíður eftir viðfangsefni og samráði við útgáfuráð (tvær A-4 blaðsíður eru um það bil 6000 tölvuslög mið- að við áðurnefndar upplýsingar) 8. höfundur skal koma með tillögur að aðalfyrirsögn og millifyrirsögnum 9. séu ofangreind atriði ekki uppfyllt mun útgáfuráð endursenda grein til leiðréttingar 10. grein er birt á ábyrgð höfundar 11. Útgáfuráð áskilur sér rétt til að velja og hafna að- sendum greinum Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja grein: 1. fullt nafn greinarhöfunda(r) 2. símanúmer (heima- og vinnusími) og gsm-númer 3. netfang 4. mynd af höfundi/myndir til birtingar með grein, sent á tölvupósti (í góðri upplausn) eða á pappír til skrifstofu félagsins 5. upplýsingar um höfund þ.e. útskriftarár og fram- haldsmenntun (eftir því sem við á) og núverandi starf 6. heimildaskrá (þar sem við á). Þroskaþjálfinn er gefinn út að vori, ár hvert. Með samstarfskveðjum, Útgáfuráð. um.

x

Þroskaþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.