Þroskaþjálfinn - mai 2005, Síða 30

Þroskaþjálfinn - mai 2005, Síða 30
Drauma ond þroskaþjálfans Þegar ég flutti til Noregs fyrir fjórum og hálfu ári, þá nýútskrifaður þroskaþjálfi, vissi ég lítið sem ekkert um störf þroska- þjálfa þar. Eg hafði ekki áttað mig á stærð og umfangi þjóðfélagsins og var hálf undr- andi að enginn hringdi til að bjóða mér vinnu eins og ég var orðin vön á Islandi. Ég neyddist til að sækja um vinnu eins og aðrir. Það sem sló mig fyrst þegar ég byrjaði að vinna var að réttindum fatlaðra er mik- ið betur sinnt í Noregi en á íslandi. Hérna eru sérlög um notkun valds og þvingunar í starfi með fötluðum. Þessi lög voru sett, að því að mér hefur skilist, eftir að upp komst um misbeitingu valds og þvingana á sambýli einu þar sem einn af íbúum var með miklar atferlistruflanir og sjálfsskað- andi hegðun. Eftir að þessi lög komu hef- ur atferlismótun verið í hávegum höfð í mörgum skólum þar sem þroskaþjálfun er kennd. Þessi lög gera starf þroskaþjálfa mun meira spennandi og lifandi því oft þarf maður að nota hugmyndaflugið í miklum mæli til þess að fá í gang þjálfun. Maður þarf alltaf að vera með lögin í huga í vinnu með þjónustunotendum. Þessi lög gera það reyndar að verkum að samstarf við foreldra getur orðið meira krefjandi þar sem fagfólk hefur ekki leyfi til að nota sömu aðferðir og foreldrar nota oft. Þroskaþjálfanámið er eftir því sem ég hef næst komist að flestu öðru leyti nokk- uð líkt náminu á Islandi fyrir utan lyfja- fræðina og námskeið í atferlismótun. Hérna taka þroskaþjálfanemar svo til sömu lyfjafræði og hjúkrunarfræðingar og þurfa meðal annars að fara í verknám í lyfjafræði. Þetta hefur gert það að verkum að íslenskir þroskaþjálfar hafa lent í erfið- leikum með að fá starfsleyfi í Noregi. Ég Ólöf Haflína Ingólfsdóttir var reyndar svo heppin að ég fékk starfs- Ieyfi í fyrstu tilraun og held að það hafi verið einu ári í hjúkrunarfræði að þakka.. Laun og vinnutími er nokkuð frá- brugðin því sem gerist á Islandi. I vakta- vinnu er vinnuvikan 35,5 tímar á viku og í dagvinnu 37 tímar. Mestu viðbrigðin fyrir mig eru vinnuhelgarnar en hérna er algengast að vinna fjórðu hverja helgi þó hefur það orðið algengara nú á síðustu og verstu sparnaðartímum að hafa vinnuhelgi þriðju hverja helgi. Þegar ég flutti út vor- ið 2000 hafði ég unnið sem deildarstjóri og var því ekki með lægstu laun en við- brigðin voru ansi mikil þegar ég fékk fyrstu launin mín hér, þau hækkuðu um hundrað þúsund krónur þrátt fyrir að ég ynni sem óbreyttur þroskaþjálfi á sambýli. Sem betur fer hafa laun þroskaþjálfa á Is- landi hækkað eftir það en launabilið er samt töluvert. Fyrsta sambýlið sem ég vann á var heimili fjögurra einstaldinga með mis- munandi fötlun ogþarfir. Þó áttu allir ein- staklingarnir það sameiginlegt að þurfa aðstoð við það helsta en enginn þeirra var hreyfihamlaður. Á þessu sambýli höfðu allir einstaklingarnir sína eigin íbúð og elduðu mat sjálfir með mikilli hjálp frá starfsfólki. Á kvöldvöktum vorum við fjögur á vakt og þrjú á morgunvöktum. Þetta gerði það að verkum að við gátum sinnt einstaklingunum vel og farið út þeg- ar þá langaði. Ég missti nú samt næstum andlitið þegar farið var að skipuleggja frí- ið. Það var ákveðið að bregða landi undir fót og fara í sumarhús til Danmerkur með alla íbúana og með í för voru hvorki meira né minna en níu starfsmenn! Þetta varð hin skemmtilegasta ferð og einstakling- arnir nutu sín til hins ýtrasta og starfsfólk- ið var ekki útkeyrt eftir ferðina. Eftir tæp tvö ár fannst mér vera kominn tími til að prófa eitthvað nýtt og bauðst mér þá staða forstöðuþroskaþjálfa fyrir þrjú sambýli með samtals tíu íbúum. Þetta fannst mér mjög spennandi staða og ákvað að slá til. Þar var ég í rúm tvö ár bæði sem forstöðu- þroskaþjálfi og deildarstjóri með ábyrgð á faglegu starfi (fagkonsulent). Það var mik- ið starf og ansi margt sem þurfti að koma lagi á í sambandi við skipulag og faglegt starf. Þetta var spennandi tími og þegar ég horfi tilbaka þá sé ég að við komum ansi miklu í verk. En vegna fjarlægðar frá heimili ákvað ég að flytja mig um set og finna mér nýtt starf. Ég er nú nýbyrjuð á þriðja vinnustað mínum hér í Noregi í nýju sveitafélagi og finnst mér mjög spennandi að sjá hvort það sé einhver

x

Þroskaþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.