Þroskaþjálfinn - May 2005, Page 35

Þroskaþjálfinn - May 2005, Page 35
Bókin ADD/ADHD Herdís Hersteinsdóttir fjallar um bókina Bókin ADD/ADHD Behavior-Change Resource Kit; Ready to Use Strategies and Activities for Helping Children with Attention Deficit Disorder var gefin út árið 1998 og er höfundur hennar Grad L. Flick. Flick er doktor í klínískri sálar- fræði í grunninn og hefur því til viðbótar sérhæft sig í mati á börnum, unglingum og fullorðn- um með ADHD og meðferð á þeim þar sem áhersla er lögð á hugræna atferlismeð- ferð auk sálrænnar meðferðar, meðferðar í gegn um leik og ýmsar hópmeðferðir. Fyr- ir utan það að hafa 25 ára reynslu í rann- sóknum og meðferð á börnum með ein- kenni ofvirkni, námsörðugleika og/eða hegðunarvandkvæði þá eignaðist hann sjálfur barn með þroskaskerðingu og of- virkni þannig að að Flick hefur mjög góða innsýn í það sem foreldrar ofvirkra barna ganga í gegn um. Þessi bók, sem er 360 blaðsíður, er skrifuð með þrjá markhópa í huga. Hún er ætluð foreldrum barna með ADD/ADHD, kennurum í almenna skólakerfmu og fagaðilum sem vinna með börn með ADD/ADHD. Lögð er áhersla á að þessir þrír hópar sem koma að barni með ADD/ADHD vinni markvisst sam- an. I bókinni er að finna almennar upplýs- ingar um megineinkenni ofvirkni og at- hyglisbrests, auk þess sem niðurstöður ný- legra rannsókna um áhrif erfða á líkur á ofvirkni eru kynntar. Flick fer síðan í gegn um greiningarferli á ofvirkni og meðferð- armöguleika þar sem kynntar eru ólíkar leiðir til meðferðar sem notaðar eru í dag víða um heim. Þar er átt við notkun lyfja, sérstakt mataræði, dáleiðslu og fjöldan all- an af öðrum leiðum sem haldið er fram að hafi áhrif á ofvirkni. Flick varar við því að foreldrar velji einungis einhverja eina leið og bendir á að fjölþátta leið með áherslu á atferlismeðferð hafi, að hans mati, alla jafna reynst best. Flick bendir á að algengt ADD/ADHD Behavior-Change Resource Kit ■ Ready-to-Use 1 B Strategies ‘ jfejjfl & Activities ^ for Helpirg Children with Attention ™ Deficit Disorder GRAD L.FLICK, Ph.D sé að læknisfræðileg nálgun sé notuð í meðferð barna með ofvirkni og athyglis- brest, einkum þegar um al- varlegt afbrigði ADD/ADHD er að ræða. Félagsfærni margra barna með ofvirkni og athyglis- brest sé hins vegar minni og Flick segir það ljóst að lyf geti ekki kennt færni („pills don't teach skills"), þar þurfi að beita öðr- um aðferðum. Hann setur því upp grein- ingartæki varðandi hegðun ofvirks ein- staklings, þar sem horft er á hvað gerist áður en að hegðunin á sér stað sem vinna á með, hegðunina sjálfa og afleiðingu. Þar fá foreldrar og kennarar leiðsögn í því hvernig þeir eiga að taka stjórnina í sínar hendur. Þar sem meðal annars er kennt að verðlauna viðeigandi hegðun og hvernig koma eigi í veg fyrir óviðeigandi hegðun (til dæmis „time-out” og hundsun), en elcki síður hvernig velja eigi hegðun sem barnið á að losna við. Horft er á félagslega færni og sjálfsálit barna og hvernig unnið er með það. Farið er í gegn um yfirfærslu á hegðun milli heimilis og skóla og svo eru kaflar sem snúa að vinnu kennara með börnum með ofvirkni. I síðasta kafla bók- arinnar er síðan farið í gegn um það með hvaða hætti foreldrar og kennarar geta á jákvæðan hátt tekist á við það álag sem fylgir því að vinna með barn með ADD/ADHD. Það sem er gott við bókina að mínu mati eru ýmsir tilbúnir listar og skýrar reglur sem hjálpa á mjög einfaldan hátt foreldrum, kennurum og öðrum fagaðil- um að setja sér markmið. Einnig að finna hvaða þætti er mikilvægast að byrja að vinna með hjá barninu og hvernig halda skal áfram þegar ákveðnum áfanga er náð. Alltaf eru tekin dæmi um hvernig listar og reglur nýtast í framkvæmd og fólk er leitt áfram stig af stigi. Um er að ræða heild- ræna sýn á barnið og sjónarmið þess og upplifanir einnig teknar með í myndina. Hverjum kafla fylgja verklegar æfingar þar sem unnið er með hvert áhersluatriði. Bókin er skrifuð á aðgengilegu máli og vel sett fram þannig að hún virkar ekki frá- hrindandi á þá sem ekki eru vel að sér í málefnum fatlaðra. Hugað hefur verið að hagnýtum hlutum, eins og því að brot bókarinnar auðveldar að Ijósrita megi beint upp úr henni matslista sem og því hvernig köflum bókarinnar er skipt á mjög skilvirkan hátt upp í hluta sem snúa að vinnu foreldra og svo vinnu kennara og annarra sem koma að barninu. Bókin er hins vegar miðuð við börn í bandaríska skólakerfinu og þeirra menningu og sam- félag þannig að ekki er hægt að heimfæra bókina beinlínis á íslenskan raunveruleika. Augljóslega er hér eldti á ferðinni hin eina sanna heildarlausn á vinnu með einstak- lingum með ADD/ADHD, en þetta er samt sem áður bók sem tekur á mjög mörgum þáttum og bíður upp á heildræna sýn. Flick kynnir í bóldnni að því er mér virðist mjög svipaðar aðferðir og þroska- þjálfar nota við vinnu sína og er bókin að mínu mati hin áhugaverðasta. Herdís Hersteinsdóttir, BA/BED í þroskaþjálfun 2000 KHI. Deildarstjóri með sérkennslu á leikskólanum Fífusölum í Kópa- vogi frá 2004. Þroskaþjálfar athugið Munið að tilkynna nýtt heimilisfang vegna flutninga. Einnig ef þið skiptið um netfang.

x

Þroskaþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þroskaþjálfinn
https://timarit.is/publication/1930

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.