Veiðimaðurinn - 2024, Side 13

Veiðimaðurinn - 2024, Side 13
Að auki eru herbergi fyrir starfsmenn í veiðihúsinu og fyrir leiðsögumenn. Sérinngangur í nýju álmuna Nýja álman er byggð til norðurs í framhaldi af viðbyggingu sem reist var fyrir nokkrum árum og er nýtt af leiðsögumönnum. „Það verður hægt að ganga í gegnum gædahúsið en að öllu jöfnu munu menn fara út og ganga um sérinngang af því að maður vill ekki beina fólki í gegnum eldhúsið,“ segir Ingimundur um aðgengi veiðimanna að nýju álmunni. Fleira er að gerast í húsnæðismálunum í Langárbyrgi, því herbergi veiðimanna í gömlu álmunni fá andlitslyftingu fyrir sumarið. Opna lokaða skápa „Gömlu svefnherbergin eru orðin svolítið gamaldags,“ segir Ingimundur, sem sjálfur var í Langá snemma í vor og tók eitt her- bergið í gegn til prufu. „Ég málaði það og endurmubleraði til að sjá hvernig það kæmi út,“ segir hann. Meðal þess sem var gert var að skipta út lokuðum skáp fyrir stálgrind. „Menn hengja þá upp í opinn skáp og gleyma því engu inni í skápum þegar veiðinni er lokið,“ segir Ingimundur. Þetta hafi verið dálítið vandamál. „Það eru alltaf einhverjir sem kíkja ekki inn í skápana þegar þeir fara.“ Ingimundur Bergsson segir óhætt að hlakka til spennandi veiðisumars í Langá í sumar. Mynd/Golli Veiðimaðurinn 13

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.