Veiðimaðurinn - 2024, Side 19

Veiðimaðurinn - 2024, Side 19
nemi að lágmarki einni milljón á sólarhring og sektarfjárhæðin renni til verndar villta íslenska laxastofninum. Samkvæmt frumvarpsdrögunum hefur Matvælastofnun jafnframt heimild til að leggja á stjórnvaldssektir brjóti aðilar gegn nokkrum ákvæðum laganna, en ákvæðin sem talin eru upp í því sambandi eru 19 talsins. Getur sektin numið allt að 10% af heildarveltu síðasta rekstrarárs. Aðalfundur SVFR skorar á stjórnvöld að breyta orðalaginu þannig að stjórnvalds- sektir nemi að lágmarki 10% af heildar- veltu og sektarfjárhæðin renni til verndar villta íslenska laxastofninum. Aðalfundur SVFR ber hag náttúrunnar og villta íslenska laxastofnsins fyrir brjósti. Ályktunin og áskoranirnar aðalfundar mótast af þeirri staðreynd, sem og því að sjókvíaeldisfyrirtækin bera ekkert skyn- bragð á tjónið sem starfsemi þeirra hefur valdið og kann að valda í framtíðinni. Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (e. International Union for Conservation of Nature – IUCN) voru stofnuð árið 1948 af UNESCO, sem er undirstofnun Sameinuðu þjóðanna, Svissneska náttúruverndar- ráðinu og frönsku ríkisstjórninni. Samtökin halda m.a. utan um svokallaðan rauðan lista, sem er gagnagrunnur yfir ástand stofna ýmissa lífvera sem vá er talin steðja að. Í desember síðastliðnum, eða fyrir tveimur mánuðum, settu samtökin villta laxastofninn á þennan lista. Þess ber að geta að villti norski laxinn er fyrir löngu kominn á lista og er það vegna gríðarlegra neikvæðra áhrifa norsks sjókvíaeldis á hann. Þessi sömu norsku fyrirtæki eiga nú meirihluta íslensku sjókvíaeldisfyrir- tækjanna. Aðalfundur SVFR skorar á stjórnvöld að bregðast við þessum staðreyndum. Veiðimaðurinn 19

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.