Veiðimaðurinn - 2024, Side 40

Veiðimaðurinn - 2024, Side 40
Eɷir Ingólf Örn Björgvinsson „Ég var kominn nálægt tvítugu þegar ég byrjaði að veiða fyrir alvöru. Ég hafði auðvitað verið að fikta í veiði sem strákur, aðallega í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni. En ég fór alltaf með mömmu, sem var forseti bæjar- og seinna borgarstjórnar í 15 eða 20 ár, í opnun Elliðaánna. Þá var það borgar- stjórinn sem opnaði ána og einhverjir embættismenn veiddu á eftir. Þetta er nú miklu flottara núna, að bjóða heið- ursborgara að opna. En þarna kynntist ég Ásgeiri Ingólfssyni, sem kenndi mér að veiða lax á flugu, og ég hef ekki veitt á annað agn í meira en sextíu ár. Og þó, ég freistaðist einu sinnI til að setja maðk undir og það tók fiskur í fyrsta kasti. Ég gerði allt sem ég gat til að hann sliti, sem hafðist fyrir rest. Það voru félagar með mér sem hefðu leyft mér að heyra það og það mátti ekki gerast!“ Jón hlær að þessari tilraun sinni til maðkveiða en bætir við: „Ég hef ekkert á móti maðk- veiði og er alveg sama þótt aðrir veiði á maðk, ég hef bara enga ánægju af því sjálfur ólíkt fluguveiði.“ Árið 1939, sama ár og Stangaveiðifélag Reykjavíkur var stofnað, fæddist í Reykja- vík frumburður þeirra hjóna Auðar Auð- uns og Hermanns Jónssonar, drengur sem var gefið nafnið Jón. Snemma vakn- aði áhugi þessa drengs á veiði og fiktaði hann við þá iðju framan af æsku eins og margir. Það var þó við Elliðaárnar sem ævilöng ástríða hans vaknaði fyrir lax- veiði á flugu. Í tilefni af 85 ára samafmæli þessa drengs og Stangaveiðifélagsins tók Veiðimaðurinn Jón tali. 40 50 kíló af laxi í yfirvigt

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.