Veiðimaðurinn - 2024, Side 54

Veiðimaðurinn - 2024, Side 54
sé að missa illa tekinn fisk en þreyta í veikri von. Baráttan var ekki löng, eða um 10 mínútur. Á land kominn losaði þessi fiskur fimmtán pund. Það munar öllu að vera með vanan mann með sér við Laxá! Næsta stopp var Hólmavaðssvæðið. Ég byrjaði neðst á veiðistað sem kallast Grá- straumur, en fyrir þá sem ekki þekkja til rennur áin þarna í nokkru þrengsli. Ég man að það voru veiðimenn beint á móti á hinum bakkanum sem tilheyrir Nessvæði. Ekkert hafðist þó í Grástraum og eftir góðan klukkutíma stingur Doddi upp á því að reyna Hólmavaðsstífluna. Þarna er bæði hægt að veiða frá landi og úr bát, enda áin nokkuð breið og með hólma í miðju. Ég byrjaði að kasta frá landi og þar var ekki mikið að gerast þó að sæjust nokkrar byltur. Þá fórum við í bátinn og Doddi rær út í miðja ána og ég kasta beggja vegna hólmans. Eftir nokkur köst tók fiskur rækilega í færið og það tók nokkurn tíma að lempa þennan að landi. Eftir þessi átök lá fimmtán punda hængur á bakkanum. Nú var kominn tími til að færa sig. Við héldum upp eftir að efri brúnni rétt ofan Hólmavaðs. Veiðistaðurinn var vestur- bakkinn fyrir neðan brúna. Nú vildi svo til að Doddi þurfti eitthvað að erinda í nágrenninu, mig minnir hjá Kristjáni á Hólmavaði sem rak þá vinsælt reykhús. Ég minnist þess líka að það var annar veiðimaður að veiða á móti mér á austur- „Það var farið að rökkva nokkuð þegar hér var komið sögu og var ég tilneyddur að fara yfir skurð þar sem nokkuð djúp drulla var í botni og að sjálfsögðu tókst mér að detta í drulluna við að hlaupa þar yfir.“ 54 50 kíló af laxi í yfirvigt

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.