Veiðimaðurinn - 2024, Qupperneq 59

Veiðimaðurinn - 2024, Qupperneq 59
í mann, dalurinn, sagan áin og fólkið. Áin getur verið mjög fjölbreytt og krefjandi, stórir og þungir flóar, eyjar, strengir og bakkar. Það skemmtilega við Dalinn er að maður er alltaf að læra eitthvað nýtt, uppgötva nýja staði, holur eða sandála sem breytast ár frá ári,“ segir Þorbjörn Helgi Þórðarson, oft kenndur við Reiðu öndina, en fáir þekkja Dalinn betur en hann. Fjölbreytt veiði Ragna Árnadóttir hefur sömuleiðis veitt í Dalnum um áratugaskeið. Hún hefur farið í opnunina í yfir tuttugu ár ásamt Magnúsi Björnssyni, eiginmanni sínum, en faðir hennar heitinn, hin þekkta aflakló Árni Björn Jónasson, átti frumkvæðið að því. „Engar tvær ferðir er eins, og veiðin er fjöl- breytt. Í eina tíð fórum við alltaf bæði að vori og hausti því það er mjög skemmtilegt að prófa ána á mismunandi tímum. Síðasta áratuginn höfum við haldið okkur við opnunina. Eitt skiptið fór ég um hásumar og kannaðist varla við mig en fiskurinn var allur í yfirborðinu og smellir í gómum heyrðust á hinum undarlegustu stöðum. Það gerist sjaldnast á vorin.“ Ragna segir veiðina hafa breyst í gegnum árin en þó þurfi alltaf að hafa dálítið fyrir því að fá fisk, sem geri veiðina enn skemmtilegri. Straumendur náðu að plata mig Ólafur Tómas Guðbjartsson, sem heldur úti Dagbók urriða, heillaðist einnig af Dalnum en það tók sinn tíma. „Það var um það leyti er fyrstu íslensku stangveiðihlaðvörpin fóru í loftið að ég fór að heyra meira og meira um Laxár- dalinn. Reyndar svo mikið að það fór að fara örlítið í taugarnar á mér. Höfðu þessir gestir og þáttastjórnendur ekki veitt ann- ars staðar? Það var bara Laxárdalurinn hitt og Laxárdalurinn þetta. Þetta var orðið svo slæmt á köflum að það fór að minna mig á línulega útvarpsdagskrá á þeim tíma er við Íslendingar reyndum að skeina Lands- bankanum eftir Icesave-klúðrið. En þetta vakti nú samt áhuga minn á Laxárdalnum fyrir alvöru og ég fór ómeðvitað að stefna að því að fara þangað einn daginn.“ Eftir að hafa rekist á veiðimanninn Ólaf Ágúst Haraldsson, Caddis-bróður, við Hólmsá varð ekki aftur snúið. Með boð í veiði upp á vasann renndu þeir félagar norður og svona lýsir hann fyrstu kynn- unum. „Það eina sem ég sá af ánni var tungls- ljósið endurkastast af dimmum Birnings- staðaflóanum er hann rann eins og bráð- inn málmur í þrenginguna, Sogið undir brúnni. Er ég vaknaði morguninn eftir gekk ég út úr hlýju veiðihúsinu og gerði með vísifingri hjarta á frostlegna rúðuna á bílnum. Ég gekk svo fyrir gaflinn og sá þetta grænlitaða, hæga og breiða stórfljót blasa við mér. Nokkrar straumendur náðu að plata mig er þær stungu sér niður í gegnum vatnsflötinn hvað eftir annað og skildu eftir sig hringi sem frá mér séð litu út fyrir að vera uppítökur. Við fyrstu sýn leit spegilsléttur flóinn út fyrir að vera hyl- djúpur og hættulegur. Kom ég alla þessa leið til þess að veiða í stöðuvatni? hugsaði ég með mér.“ Veiðimaðurinn 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.