Veiðimaðurinn - 2024, Page 76

Veiðimaðurinn - 2024, Page 76
76 5 ótroðnar slóðir á Fjallinu í Langá 88 Hornbreiða (Lower Corner) Hornbreiða er algjört skyldustopp og mér finnst hin síðari ár að hún sé farin að gefa betur en Flúðahola, sem er númer 87 og því næsti veiðistaður fyrir neðan. Veiðimenn þurfa að koma mjög varlega að Hornbreiðunni og byrja nógu ofarlega, því fiskurinn getur legið þar við stórt grjót sem er í miðri ánni. Síðan getur hann legið alveg niðri á breiðunni sjálfri, þar sem vatnið er lygnt. Í réttu vatni er þetta einn af fimm bestu veiðistöðum fjallsins. Þegar veiðimenn eru komnir hingað veiða þeir auðvitað líka Efra-Horn, sem sést vel á myndinn, sem og Flúðaholu, sem er næsti veiðistaður fyrir neðan Hornbreiðu. 􀄩 Loftmyndir/Einar Rafnsson

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.