Veiðimaðurinn - 2024, Side 89

Veiðimaðurinn - 2024, Side 89
Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Í fremri röð eru Helga Jónsdóttir gjaldkeri, Hrannar Pétursson varaformaður, Ragnheiður Thorsteinsson formaður og Trausti Hafliðason ritari. Í aftari röð eru meðstjórnendurnir Halldór Jörgensson, Dögg Hjaltalín og Brynja Gunnarsdóttir. MYND / Golli Þá er líka rétt að halda því til haga að fjöl- margir veiðimenn njóta sín vel í sól og blíðu, finnst ekkert stórmál þótt fiskurinn sé tregur að taka ef heildarupplifun af veiðisvæðinu er góð. Þar má nefna teng- ingu við náttúruna, félagsskapinn og upp- lifun í veiðihúsi. Veiðisvæði SVFR Veiðisvæði SVFR voru sama merki brennd og önnur ársvæði á landinu. Silungsveiðin gekk vel en laxveiðin var víðast hvar minni en væntingar stóðu til. Það var þó ekki raunin með Elliðaárnar, sem hafa svo sannarlega glatt félags- menn á undanförnum árum og njóta nú meiri vinsælda en nokkru sinni fyrr. Sú ákvörðun stjórnar SVFR að heimila ein- göngu fluguveiði og innleiða skylduslepp- ingu reyndist mikið gæfuspor, því áin hefur tekið vel við sér og veiði aukist að nýju. Frjósemi árinnar er með mesta móti og ljóst að félagsmenn kunna vel að meta breyttar áherslur. Varmá Þann 1. apríl ár hvert hefur SVFR fagnað upphafi stangveiðitímabilsins á bökkum Varmár í Hveragerði. Sú varð þó ekki raunin vorið 2023, þar sem vatnsgæði árinnar voru ófullnægjandi. Mengun frá Veiðimaðurinn 89

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.