Veiðimaðurinn - 2024, Síða 93
neðan hvern foss. Á sjöunda hundrað laxa
fór gegnum teljara, en veiði tók ekki við
sér fyrr en í byrjun september samhliða
haustrigningum. Alls fengust 182 laxar
í Gljúfurá sumarið 2023, þar af veiddust
63% aflans í september.
Flekkudalsá
Flekkudalsá átti undir högg að sækja á
árinu af sömu ástæðum og önnur ársvæði
á Vesturlandi. Laxgengd var undir vænt-
ingum og vatnsleysi hamlaði veiðinni. 73
laxar veiddust í ánni og rétt um helm-
ingur þeirra á þremur veiðistöðum;
Torfunesfossi, Fossholti og Fljótinu. 61%
heildarveiðinnar fékkst á svartan eða
rauðan Frances. 19 silungar voru skráðir
í veiðibók og voru það að stærstum hluta
sjóbirtingar, sem virðast ganga í ána í
meira magni en áður.
Annars má segja að árið hafi einkennst
af framkvæmdum á svæðinu, þar sem
húsakostur og aðbúnaður var bættur.
Merkingar við ána voru bættar og bændur
héldu áfram uppbyggingu á vegslóða
meðfram efsta hluta árinnar, auk þess að
gera við vegi sem höfðu skemmst.
Úlfarsá – Korpa
Vinsældir Korpu hafa aukist talsvert
undanfarin ár, eins og raunin er með
aðrar ár á höfuðborgarsvæðinu. Sumarið
2023 seldist áin upp og veiddust 173 laxar,
sem er nálægt meðalveiði undanfarinna
átta ára. Fyrstu vikur veiðitímans voru
bestar, auk þess sem góður kippur kom í
veiðina með haustrigningum. Þannig var
2. september besti dagur veiðitímabilsins,
en þá veiddust 13 laxar. Stífla, Túnhylur
og Stokkar voru gjöfulustu veiðistaðirnir
og 37% heildarveiðinnar fengust á maðk.
Leirvogsá
Leirvogsáin nýtur vinsælda hjá félags-
mönnum SVFR og skyldi engan undra.
Veiði á stöng er með því besta sem þekk-
ist og fyrir borgarbúa er örstutt að fara. Í
Leirvogsá er hægt að kaupa stakar vaktir
og á neðstu svæðum árinnar er heimilt
að veiða á maðk fram eftir sumri. Slíkum
veiðisvæðum fer fækkandi en með því að
leyfa maðkinn vill SVFR koma til móts
við óskir félagsmanna sem velja þessa
gamalgrónu veiðiaðferð. Í dag eru það
helst eldri veiðimenn sem kjósa að renna
maðki. Sumarið 2023 veiddust 303 laxar
Ár Fjöldi laxa
2023 89
2022 112
2021 81
2020 139
2019 48
2018 136
2017 135
2016 114
Laxveiði í Flekkudalsá
Ár Fjöldi laxa
2023 173
2022 213
2021 208
2020 195
2019 170
2018 237
2017 115
2016 118
Laxveiði í Korpu/Úlfarsá
Veiðimaðurinn 93