Veiðimaðurinn - 2024, Page 94

Veiðimaðurinn - 2024, Page 94
á tvær stangir í Leirvogsá. Aðeins Selá, Ytri-Rangá, Urriðafoss, Laxá í Ásum og Eystri-Rangá gáfu fleiri laxa á stöng, sem verður að teljast nokkuð merkilegt. Veiði dróst nokkuð saman milli ára en var engu að síður ágæt þegar horft er til síðari tíma samhengis. Gjöfulasti veiðistaðurinn var Kvörnin og flestir laxar veiddust á maðk. 35 sjóbirtingar voru skráðir í veiðibók og þrír hnúðlaxar komu á land 2023. Laugardalsá Laugardalsá hefur átt á brattann að sækja undanfarin ár, þar sem laxveiði hefur dregist verulega saman. Engu að síður nýtur áin nokkurra vinsælda, enda er svæðið fagurt og öll aðstaða er til fyrir- myndar. Veiðihúsið rúmar 12 gesti og því hentar áin stærri hópum vel, til dæmis fjöl- skyldum. Talsvert er af urriða í vötnunum tveimur sem áin þræðir sig í gegnum og í efsta hluta árinnar. Aðstæður í Laugar- dalsá voru erfiðar sumarið 2023. Þurrkar og vatnsleysi einkenndu veiðitímabilið allt frá byrjun til loka ágústmánaðar og lax gekk seint í ána. Alls gengu 219 laxar gegnum teljara, en 81 var skráður í veiði- bók. Þrír eldislaxar fundust í ánni. Sandá Veiði í Sandá gekk vel sumarið 2023 og raunar var hún aflahæst áa í Þistilfirði. Áin nýtur mikilla vinsælda hjá félagsmönnum SVFR og það er ánægjulegt að sjá félags- menn ná betri tökum á þessari veiðiperlu. Aðstæður voru hinar ágætustu strax við opnun, þar sem nokkuð af fiski var gengið í ána og vatnsstaða góð. Talsverðir þurrkar settu þó mark sitt á sumarið og vatnið fór þverrandi eftir því sem á leið. Vel safnaðist af fiskum í kistur sem fluttir voru á ófisk- geng svæði ofan Sandárfoss í lok veiði- tímabils. Alls veiddust 336 laxar og var 99% þeirra sleppt aftur, enda skylda að sleppa í ánni. Að venju komu stórir fiskar á land og var meðallengdin þetta sumarið 72 cm. Ólafshylur og Efri Þriggjalaxahylur Ár Fjöldi laxa 2023 336 2022 372 2021 173 2020 335 2019 290 2018 270 2017 265 2016 380 Laxveiði í Sandá Ár Fjöldi laxa 2023 81 2022 92 2021 110 2020 111 2019 73 2018 198 2017 175 2016 251 Laxveiði í Laugardalsá Ár Fjöldi laxa 2023 303 2022 455 2021 279 2020 241 2019 113 2018 250 2017 281 2016 312 Laxveiði í Leirvogsá 94 Skýrsla stjórnar SVFR

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.