Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 10

Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 10
S$f konungdæminu til. Lítið er vitað um uppruna og sögu Péttanna. M. a. hefur ekki tekizt að ráða, hvaða mál þeir töluðu, af þeim litlu leif- um, sem til eru af því. Um sjóferðir þeirra lengra norður á bóginn höfum við hvorki sögu- legar heimildir né fornminjar, en er ekki líklegt að þeir hafi þekkt Færeyjar, sem eru svo skammt undan? Menn eru ekki á einu máli um það, hvað um Péttana varð. Sumir telja, að þeir hafi þegar verið farnir frá eyjunum, áður en víkingar komu, aðrir telja fráleitt, að svo hafi verið. Það styður helzt fyrrnefnda tilgátu, hve fá péttnesk staðarnöfn eru á eyjunum. Hins vegar er margt annað, sem sýnir áhrif þeirra þar og menn mega ekki gleyma. Péttnesk list lifir enn í táknmyndasteinum og ogham-letri. Mörg jarðhús og virki, hlaðin úr grjóti, á þess- um slóðum eru eignuð þeim. Staðarnöfn vík- inga dregin af papi, og einnig minjar og kristn- ar venjur, sem héldust á stöðum eins og Birgis- ey, Dýrnesi, Papey hinni meiri og eyju heilags Ninians, sýna, að þeir tóku eftir, að Péttar og papar voru til á þessu svæði. Eyjan helga (Eynhallow), milli Hrólfseyjar og Orkneyja, væri gott dæmi um virðingu heiðinna manna fyrir kristinni trú, ef við gætum verið viss um, að Skandínavar hafi enn verið heiðnir, er þeir gáfu henni núverandi nafn.17 2. A 4. öld varð sá hluti Bretlands, er Rómverjar réðu, að nafninu til kristinn. Þá var Irland enn allt heiðið. Það var á þessum tíma sveitaþjóð- félag á ættflokkastiginu. Þar voru engar borgir, engin allsherjarstjórn, ekki samræmd lög, engin þjónusta við íbúana, enginn gjaldmiðill. Það var í raun og veru ekkert ríki á nútímamæli- kvarða. Allt byggðist á fjölskyldunni, ekki einstaklingnum. Nokkrar fjölskyldur mynduðu „tuath" (tuath „fylki", sbr. þý. diot „Volk", ísl. „þjóð"), og stjórnaði fylkiskonungur því. Um 100 „tuatha" voru á Irlandi, og skiptust þau niður á 7 yfirkonungdæmi, sem svo aftur heyrðu Chashel í suðri til og voru kennd við Tara í norðri. í reynd var ekki neinn einn konungur yfir Irlandi. Stéttaskipting var mikil. Stéttirnar voru: Aðall, almenningur og á milli þeirra — þó nær aðlinum — stóð svonefnd „aes dána", sem var mikil sérréttindastétt. Til hennar töldust m. a. skáld, sagnfræðingar, lög- fræðingar, læknar og faglærðir iðnaðarmenn. Má líkja henni við drúidana í Gallíu. Við kristnitökuna fékk klerkastéttin mikið af sér- réttindum þessarar stéttar, en jafnvel þá var enn mikil virðing borin fyrir hinum svonefnda „fili" eða skáldinu, sem fann mjög til sín. Sagt er, að heilagur Kolumkilli hafi bjargað því frá glömn, sem stoltið hafði næstum leitt það í. Ekki er vitað um upphaf írskra bókmennta, en Iíklega má rekja þær til Keltanna, sem fluttu með sér írskuna. (Gelíska: a) írska, b) skozka, c)manska. Brezka: a) kymriska (velska), b) kornbrezka, c) bretonska). I öllum kennslubókum um írska sögu er heilagur Patrekur, þjóðardýrlingur Ira, talinn hafa komið þangað árið 432 og kristnað þjóð- ina á 30 árum. Er hann því talinn faðir írsku kirkjunnar. Nú hefur próf. O’Rahilly komið fram með kenningu um tvo Patreka: Hinn rómverska Palladíus, sem samkvæmt Ulaztír- annálunum kom í kristniboðsferð til Irlands árið 431, og Bretann Patrek, sem hann segir hafa tekið við af honum 30 árum síðar. Ekki vilja allir sagnfræðingar samþykkja þessa kenn- ingu, enda breytir hún mjög hugmyndinni um þjóðardýrlinginn, gerir úr honum sambland tveggja manna. Hvað sem því líður, komst kristni ekki eins fljótt á og segir í þjóðsögunni, en hins vegar má ætla, að landið hafi verið orðið kristið um 500, þótt heiðni væri þá ekki með öllu útdauð. 3. Kirkja heilags Patreks á Irlandi hefur líklega verið af kirkjuskipan þeirri, er hann hafði kynnzt á Bretlandi og í Gallíu. Talið er, að hann hafi hlotið mennmn sína í Gallíu, og þá helzt í latneskum kirkjufræðum. Keltneska kirkjan var mjög frábrugðin 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.