Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 42

Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 42
Eigi hirði ég um að skýra vísu þessa í heild, en vísa til tímaritsins Grönland, sem fyrr getur. Eitt er það á ristunni, sem ég get ekki snið- gengið án athugasemda. Það er orðið bibrau, sem Moltke telur, að unnt sé að lesa á fjóra vegu, Bifrá, Bifrau, Bifrey eða Bifró. Og hann bætir því við, að hér sé komin fram goðfræði- leg vera, sem hvorki Snorri né aðrir nefni. Ef til vill sé hér um að ræða stjörnumerki (á blánum = á himninum, sbr Moltke). A annan hátt telur hann ekki unnt að skilja þetta, en tekur þó fram, að fyrri hluti orðsins samsvari Bif- í Bifröst ( hinn litaði eða hreyfanlegi vegur). Þessi skýring Moltkes á Bifrá er afar klaufa- leg og lítt hugsuð. Onnur skýring er betri og eðlilegri, og skal ég nú rekja hana. Ef gengið er út frá því sem vísu, að Bif- sé hér sami forliður og í orðinu Bifröst, hvað merkir þá rá? I orðabók Johans Fritzners (Ordbog over det gamle norske Sprog, Kristiania 1886—1896), er rá þannig lýst: „Stang... forekommer om den Stang, som ligger paa en til Fiskens Tprring opfprt Hjel (hjallr) og hvorpaa Fisken ophænges... betegner almindeligvis den Stang, hvortil et Skibs eller Fartpis Segl er fæstet, hvorefter det drages op og hænger ved Masten." Orðabók Sigfúsar Blöndals (Islandsk-Dansk Ordbog, Reykjavík 1920—24) lýsir rá á eftir- farandi hátt: „1. (á skipi) Raa, Skibsraa. — 2a. Tværbjælke i et K0kken. — b. Stang hvorpaa Fisk hænges der skal vindtprres." Þá er orðið rá skýrt í orðabók Menningar- sjóðs (íslenzk orðabók, Reykjavík 1963): „1. Þverslá á siglutré. 2. Þverslá í (gömlu) eldhúsi. 3. Slá, sem fiskur er hengdur á til þurrkunar, herzlu. 4. Skumll." A þessu má sjá glögglega, að orðið rá hefur að fornu og nýju getað merkt hvers kyns slá, sem liggur milli tveggja stólpa, rétt eins og brú milli tveggja árbakka. Ef við höldum okkur við þá merkingu (rá=brú), og setjum saman bif og brú, liggur í augum uppi, að bifbrú er lituð eða hreyfanleg brú. Til frekari skýringar skal þess getið, að orðið Bifröst kemur fyrir í Snorra-Eddu, þar sem Gangleri er látinn spyrja, hver sé leið til him- ins af jörðu. Því er til svarað, að goðin hafi gert sér brú, er heiti Bifröst, og sé hún einnig nefnd regnbogi. Brú þessi sé þrílit og sterk mjög. I Kulturhistorisk Leksikon er bif skýrt á þann veg, að það merki eitthvað, sem hreyfist eða sé marglitt. Röst er upphaflega talið hafa merkt vegur, en síðar mun orðið hafa fengið merk- inguna brú. I Grímnismálum og Fáfnismálum kemur fyrir svipað orð og í Snorra-Eddu, eða Bihöst. Það er sömu merkingar og Bifröst og þýðir brú, enda þótt fyrri liður þess hafi aðra merk- ingu en bif ( I Lexicon Poeticum segir m. a. að Bilröst geti þýtt „vejen der svigter"). Að ofanrituðum skýringum athuguðum þyk- ir mér sýnt, að orðið Bifrá sé sömu merkingar og Bifröst og Bilröst, og þýðir það því regnbogi, en táknar ekkert „mytologisk skikkelse" eða „stjernebillede" eins og Moltke heldur fram. Nú vaknar spurning. Hvers vegna notar Snorri ekki orðið Bifrá, sem er mjög fornt, jafnvel eldra en hin tvö? (Moltke aldursgreinir Narssaq-spýtuna 985 —1025.) Við þessu fæst sjálfsagt aldrei fullnaðarsvar. En ástæða er til að benda á eitt hér í lokin. Það er ekki ótrúlegt, að Bifrá eigi sinn þátt í því, að Snorri notar Bifröst. Það er að minnsta kosti furðulegt, að hann skuli nota fyrri lið- inn Bif- en ekki Bil-, eins og gert er í Fáfnis- málum og Grímnismálum. Því er freistandi að álykta, að Bifröst hafi orðið til úr fyrri hluta Bifrár og síðari hluta Bilrastar. Er þá lokið rúnaspjalli. Sverrir Páll Erlendsson. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.