Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 17
sveinum sínum. Út frá því stofnaði heilagur
Aidan ásamt 12 lærisveinum sínum klaustrið á
Lindisfarne í Norðursjó árið 635.
A meginlandinu má rekja slóð írskra klaustra
á mörkum barbarismans og Rómarkirkjunnar,
sem sótti mjög á. Var veikleiki þeirra fólginn
í þessari stöðu, auk þess, sem hreyfingin var
ekki skipuleg. Þeir fóru til Gallíu, Rínarlanda,
Sviss og jafnvel Italíu. Sumir voru aðeins að
leita sér einveru þar, eins og heilagur Gallus,
en hann naut svo mikillar virðingar, að síðar
var stofnað klaustur á einsemstað hans í svissn-
esku fjöllunum, og heitir það nú St. Gallen.
Það var reyndar ekki írsk stofnun, en þangað
komu margir írskir pílagrímar.
Heilagur Kolumbanus stofnaði mörg klaust-
ur, svo sem í Luxeuil, Bobbio og á fleiri stöðum.
Mjög sterkur meinlætaandi ríkti í írskum
klaustrum, e. t. v. allt frá upphafi, en þó sér-
staklega á seinna hluta 6. aldar. Einsemlifnað-
ur þótti sérstaklega heilagur, og má rekja þessa
ástríðu Ira allt til daga Kolumkilla. Þetta þekk-
tist í löndunum viðMiðjarðarhaf fyrir kristnitöku
á Irlandi og er e. t. v. enn eldra á Egyptalandi.
Oft voru einsemmannabústaðir í nánum tengsl-
um við klaustrin, og gám munkar farið þangað
í lengri eða skemmri tíma. Þeir voru oft á eyði-
eyjum í vötnum eða undan ströndum Irlands,
aðallega vesmrströndinni, á fjallstindum o. s. frv.
I Donegal-héraði á vesmrströnd Irlands stend-
urfjallið Sliabh Liacc, sem þýðir eiginlega grjót-
fjallið. A fjalli þessu bjó um tíma samtíma-
maður Kolumkilla, heilagur Assicus, sem var
biskup í Elphin. Þarna má einnig sjá kirkju-
leifar heilags Aodh mac Bric’s og lindir, sem
taldar eru heilagar. Skammt frá fjallinu er
Teelin-fjörðurinn, en á Teelin-nesinu má enn
sjá kirkjurústir gamals Franciskanaklausmrs.
Mætti vel hugsa sér, að þarna hafi verið klaust-
ur frá fyrsm tíð. I gamalli írskri dýrlingasögu
er þess getið, að einsetumenn hafi farið frá
Mons Lapidum til „fyrirheitna landsins". Nú
liggur beint við að álíta, að hér sé átt við
Sliabh Liacc.27 Þar voru einsetumenn og klaustr.
ið niðri á nesinu, þar var auk þess góð höfn
og ísland í norðurátt. Virðist margt fráleitara
en að hugsa sér papa hafa lagt upp þaðan til
Islands.
Vitað er, að írskir einsetumenn fóm til Bret-
lands, meginlandsins og Suðureyja. Þeir fóru
einnig til Orkneyja og Hjaltlands, þó að þar
sé reyndar ekkert öruggt dæmi einsetumanna-
bústaðar að finna. Nafn Eyjarinnar helgu í
Orkneyjum hefur verið lagt til grundvallar því,
að þar hafi verið keltneskur einsemmannabú-
staður, auk þess sem staðurinn samræmist ósk-
um einsemmanna. Ekki hefur þó tekizt að rekja
nafn eyjarinnar lengra afmr en til 12. aldar,
en þá var þar lítið norskt klausmr. Nú er einnig
vitað, að einsetumenn fóru til Færeyja.
Farartæki munkanna vom bátar, sem nefn-
ast curraghar og eru notaðir enn af fiskimönn-
um á Vesmr-írlandi, t. d. á Ara-eyjum. Eitthvað
er vitað um útlit þeirra allt fram á járnöld, en
síðan ekki fyrr en á 17. öld af teikningum eftir
skipstjóra nokkurn, Thomas Philips. Hefur því
ekki verið hægt að rekja þróun curraghsins, þó
að oft sé hans getið í frásögnum.
Fundizt hefur mynd af báti á steinstöpli í
Bantry í Cork-héraði á Irlandi. Dr. Henry telur
hana vera frá 8. öld. Johnstone álímr bát þenn-
an vera curragh og sé þar kominn týndi hlekk-
urinn í þróun curraghs.28
M.ynd 5: Curragh frá Aran-eyjum. (mynd: Guðrún
Sveinb j arnardóttir).
17