Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 7

Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 7
í textanum hér á eftir, að hann þekkti þessar eyjar vel. Ef segja má, að hann hafi búið á einhverri þeirra, hafa munkar þeir, sem hann ræddi við, einnig búið þar, og hefðum við þá sönnur fyrir því, hvaðan a. m. k. nokkrir þeirra einsetumanna komu, sem voru hér á landi. Dicuilus hefur ritað þau rit sín, sem þekkt eru og ársett, á tímabilinu 814—825. I De Mensura styðst hann aðallega við Plíníus, Sólí- nus, Isidor og Priscíanus. I 7. kafla segist hon- um svo frá: „Ekki geta bækur um, að eyjar hafi fundizt í haf- inu vestur eða norður af Spáni. Umhverfis okkar eyju, Híberníu (Irland) em eyjar, sumar lidar, aðrar örsmáar. Nálægt eyjunni Brittaníu (Bretlandi) eru margar eyjar, sumar stórar, aðrar litlar og enn aðrar meðalstórar. Sumar em í hafinu til suðurs, aðrar til vesmrs, en flestar em í norðvesmr eða norður. Á sum- um þessara eyja hef ég dvalizt, stigið á land á öðrum; sumar hef ég aðeins séð, um aðrar lesið."8 Sést á þessum texta, að Dicuilus hefur þekkt þessar eyjar og dvalizt þó nokkurn tíma á þessum slóðum, hvort sem hann var ættaður þaðan eða ekki. Hann heldur áfram og vitnar í ummæli ýmissa manna um Thule: „Plíníus yngri fræðir okkur um það í 4. bók sinni, að Pýþeas frá Massilíu segi, að til Thule sé '6 daga sigling frá Bretlandi. Um sömu eyju, sem alltaf var óbyggð, segir Isídórus í 14. bók orðskýringa sinna: Thule er fjarlægust eyja í hafinu, liggur í norðvestur- átt handan við Bretland, dregur nafn sitt af sólu, þar sem sól kemst þar í sumarsólstöður. Priscíanus tekur enn skýrar til orða um þessa sömu eyju í „Periegesis": Að fara á bátum yfir vítt úthafið og koma til Thule, sem ljómar á degi og nóttu undir geislum sólar, er hann ekur vagni sínum að öxli dýrahringsins og lýsir upp norðurheim með kyndli sínum. Júlíus Sólínus skrifar enn Ijósar og gjörr um þessa sömu eyju, og er hann talar um Bretland, skrifar hann eftirfarandi í safni sínu: Hin fjarlæga Thule, þar sem engin nótt er um sumarsólstöður, er sól fer um krabbamerkið; og á svipaðan hátt enginn dagur um vetursólstöður."9 Dicuilus segir Thule alltaf hafa verið óbyggt. Virðast það fremur vera orð hans sjálfs, en að hann hafi það eftir Isidor. Fróðleik þennan ætti hann þá að hafa frá munkunum, sem hann talaði við. ’Síðan kemur kafli um Thule: „Það eru nú 30 ár síðan nokkrir klerkar, sem bjuggu á þessari eyju frá 1. febrúar til 1. ágúst, sögðu mér, að ekki aðeins um sumarsólhvörf, heldur einnig dagana fyrir og eftir, væri sem sólin feldi sig einungis bak við litla hæð við sólsetur á kvöldin, þannig að ekki rökkvaði þessa stuttu stund og gera mætti hvað sem menn hefðu löngun til, sem sólskin væri, jafnvel tína lýs úr skyrtu sinni; hefðu þeir klifið upp á fjallstind, hefði sólin ef til vill aldrei horfið frá þeim. Á miðri þessari stund er miðnætd um miðbik jarðar, og því held ég, að um vetrarsól- hvörf, og nokkra daga á undan og eftir, sjáist sólin mjög stutta stund á Thule, er miður dagur er um jarðarmiðju. Þess vegna hafa þeir rangt fyrir sér og veita rangar upplýsingar, sem segja, að hafið um- hverfis Thule sé frosið, og að sífelldur dagur sé frá jafndægri á vori til jafndægurs á hausti, en sífelld nótt frá jafndægri á hausti til jafndægurs á vori. Þar sem þessir menn ferðuðust þangað á þeim tíma árs, er kalt hlaut að vera, stigu á land og höfðu, meðan á dvölinni stóð, dag og nótt til skiptis nema um sólstöðurnar. En dags siglingu norðar fundu þeir fros- ið haf."lO Líklegt virðist, að hér sé rætt um ísland. Frá- sögn þessi er einnig í samræmi við íslenzkar heimildir, sem segja, að hér hafi verið írskir munkar, er landnámsmenn stigu á land um 870. Munkar þeir, sem Dicuilus talar um, hljóta að hafa verið á eyju þessari árið 795 eða fyrr, því að hann segir þá hafa tjáð sér þetta fyrir 30 árum, en ritið er skrifað árið 825. Það er at- hyglivert, að 1. febrúar er kenndur við heilaga Birgitm, þjóðardýrling Ira, en ósennilegt er, að munkarnir hafi komið til Thule nákvæmlega á þeim degi. Hitt er afmr líklegra, að þeir hafi miðað 1. ágúst við brottför sína, en sá dagur var helgaður ferðalögum. Það styrkir heimildargildi frásagnar Dicuilus- ar, að hann hafnar alveg þeirri hugmynd, að á Thule skiptist á nótt í sex mánuði og dagur í sex mánuði. Þessi hugmynd var reyndar byggð á misskilningi og var almenn á dögum Plíníus- ar. Var Thule mglað saman við svæðið frá norðurpól til norðurheimsskautsbaugs.11 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.