Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 16
Mynd. 4: Bjalla og skrín heilags Patreks. (mynd: úr
Þjóðminjasafninu í Dyflini).
yfirleitt frá síðari tíma, og hið sama er að segja
um íburðarmikil skrín, sem gerð voru utan um
sumar þeirra. Bjalla heilags Patreks, sem er
frá 5. öld, er elzt þeirra allra. Er hún, ásamt
skríni því, sem gert var utan um hana um
1100 e. Kr., í Þjóðminjasafninu í Dyflini. Þetta
er hömruð járnbjalla, gerð úr tveimur járnplöt-
um, 734 þumlungar á hæð að meðtöldu litlu
haldi.
I lok 8. aldar breyttist bjöllugerðin, og koma
þá fram steyptar bronsbjöllur af mismunandi
stærðum og gerðum.
Bjöllurnar virðast hafa verið notaðar sem
handbjöllur, lamdar eða hringt með klukku-
streng. Þær hafa ekki verið háværar, enda áttu
þær aðeins að kalla saman munkana, sem voru
við störf í nágrenninu, en ekki heilan söfnuð.
Af myndum á steinum fæst góð hugmynd
um 8. aldar bagal ábóta eða biskups. Virðist
hann hafa verið stuttur og efri hlutinn boginn,
eins og á venjulegum göngustaf. I Þjóðminja-
safninu í Dyflini má sjá nokkur íburðarmikil
hylki undan böglum, sem þeir virðast hafa verið
geymdir í, en þau eru nú það eina, er varðveitzt
hefur.
Þriðji dýrgripur munkanna, og e. t. v. sá
mikilvægasti, voru bækurnar, sem þeir höfðu
með sér, hvert sem þeir fóru. Siður var á Irlandi
að geyma bækur og flytja þær milli staða í
leðurtöskum, sem héngu yfir öxlina. Voru þær
nefndar bókatöskur. Fyrirbæri þetta þekkist ekki
16
meðal annarra vestrænna þjóða, en var algengt
í Austurlöndum.
5.
Trúboð og einsetumannalifnaður voru ríkir
þættir í írskum klaustrum. Irskir munkar fóru
snemma að leggja land undir fót, og þegar á
6. öld fóru þeir allt til meginlandsins. Þetta
var ekki skipulögð hreyfing, og stjórnaðist oft-
ast fremur af lönguninni í það að fórna sér fyrir
trú sína en trúbaðsáhuga. Fjölskyldan var Irum
allt; einn var einstaklingurinn ekkert. Að yfir-
gefa land og þjóð var því hörð sjálfsafneitun,
og töldu munkarnir það meinlæti. Sú sögn er
til, að Kolumkilli hafi verið sendur til Eyjar-
innar helgu í refsingarskyni, og leggur síðari
tíma skáld honum þessi orð í munn, er hann
yfirgaf írland: „Dapur mun ég yfirgefa Irland;
ég mun aldrei afmr líta menn og konur Irlands."
Gæm orð þessi vel lýst hugarástandi margra
þeirra munka, sem yfirgáfu landið fyrir trú
sína.25
Langflestar heimildir um trúboðana em af
erlendum toga spunnar, þar sem írskir annála-
ritarar nefna þá örsjaldan í annálum, er þeir
eru einu sinni farnir úr landi.
Trúboðarnir vökm mikla athygli á megin-
landinu, þar sem þeir voru öðmvísi á háttum
en þeir predikarar, sem fólk þar átti að venj-
ast. Þeir fóru vanalega margir saman. Klæðn-
aður og útlit var hið sama og hjá írskum munk-
um yfirleitt, þ. e. hvímr kyrtill úr fíngerðu efni
innst klæða, grófur kufl úr sauðalimm þar utan
yfir og sandalar á fótum. Krúnurakstur var
sérstæður og augnalok máluð svört. A öxlinni
dinglaði vatnsflaska úr leðri og bókataskan,
sem í var ein eða fleiri bækur og helgir dómar.
Sín á milli töluðu þeir írsku, latínu við þá,
sem hana skildu, en notuðust við túlk, er þeir
predikuðu. Oft setmst þeir að, þar sem þeir
komu, og lærðu þá viðkomandi mállýzku.26
Munkar þessir stofnuðu víða klausmr, sem
átm eftir að verða miklar menningarmiðstöðv-
ar. Er þar fyrst að nefna klaustrið á Eynni
helgu, sem Kolumkilli stofnaði ásamt 12 læri-