Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 29
kaupstað rétt fyrir sumarmálin. Það er hæg
dagleið, þegar dagur er orðinn svo langur og
færið má heita gott eins og þá var, og menn
eru eins vel ríðandi og þeir voru. Loftið var
þykkt og grámórauður þokubakki í hafinu, sem
ýmist þirlaði upp strýmmynduðum kúfum hér
og þar eða sléttaði þá aftur. Veður var kyrrt og
milt og þó ekki tryggilegt."1 Hér er ástandi
því, sem er á sviðinu, lýst — sambandi þeirra
Þórarins og séra Guðna.
Oft bregður því fyrir, að Þorgils segir ekki
allt, heldur kveikir grun og lætur lesandanum
eftir að skilja til fulls. Ymis dæmi eru um
þetta:
„Sigríður lá rúmföst tvær vikur, þriðju vik-
una hresstist hún svo, að hún, að henni liðinni,
fór fram að Hamri, til funda við Ragnheiði,
einn vinnumaðurinn fylgdi henni. Sama daginn
fór séra Guðni að finna föður sinn."2 Einnig:
„ „Ja, ■— þú þekkir Siggu, — þú, sem hefur kennt
henni að skrifa og reikna og lesa dönsku. — En
því í fjandanum kenndirðu henni ekki eitt enn,
og það almennilega, so hún ekki sæti hjá þessari
tekjuskjóðu með girndaraugum." "3
Eitt er það stílbragð, sem Þorgils notar mjög
víða, enda algengt í raunsæisbókmenntunum.
Dæmi um það er: „Enginn vissi um upptök
þessarar sögu, og enginn þorði að staðhæfa
hana; þótti hún líkleg og sennileg, „gátu of-
boð vel trúað þessu." "4 og „... annað eins lítil-
ræði og að taka sér í staupinu drepur ekki
„góðan" prest."5 einnig: „Séra Guðni var nú
hættur að tala nokkuð, sem benti til „trú-
leysis"..."6 Um þetta fyrirbæri í bókmenntun-
um segir Sven M. Kristensen: „En sprogbland-
ing, hvor forfatteren for at lægge en særlig farve
eller nuance over sin beretning benyttei gloser
og vendinger, som stammer fra den person eller
den lokalitet, der bliver omtalt. Det vil sige, at
forfatteren til en vis grad indentificerer sig
med sit stof, med sin figur, men ogsá kun til
en vis grad, for vi stár her overfor en fortælle-
máde, der netop er karakteristisk ved sin bland-
ing. Læseren tvivler et öjeblik, om det er den
episke fortæller (forfatteren) eller en af figur-
erne, han har for sig. Det er en pseudoobjektiv
fortælleform"7 og „Det er forfatteren, der be-
retter, men i en tone, der láner nuancer fra
den omtalte figur... den viser os figuren i
stedet for at fortælle om ham.. ."8
I heild má segja, að stíll sögunnar Gamalt
og nýtt beri þess ágætt vitni, hversu höfundur
hennar hefur lært af erlendum samtímaskáld-
um. Sagan er bylting gegn hinni episku frá-
sögn, og Þorgils notar samtölin, eintal sálarinn-
ar og „pseudoobjektiv beretning" þess í stað,
en frásögn höfundar að mestu nomð til að
setja upp sviðin og líta til baka.
I sambandi við myndmál og líkingar er ekki
margt að athuga. Slúðrið fær reyndar sál (be-
sjæling), eins og á öðmm stað í ritgerðinni er
lýst, einnig er því oft líkt við draug. I sögunni
Upp við fossa er enn ein slúðurlýsingin: „Þetta
krakkaði við grautarpottana, vall með kaffikorg-
num, var mjakað með klárunum, þegar unnið
var á túninu um vorið, rann með ullarþvætt-
inu, hristist með heyinu."9 Þessi lýsing minnir
ekki lítið á lýsingu Björnstjerne Björnson í Det
flagrer i byen og pá havnen, sem Menntafélagið
í Mývatnssveit eignaðist árið 1888: „Tidenden
om ægtevielsen, og at provsten Green skulde
forrette den, sejlte mndt med dampskibene til
begge sider lördag, hoppet i land pá holmerne,
badet langs stranden, smög frem gjænnem
skogene langt oppi landet. Overalt bragte
den liv; det ene parti feriegjæster jublet; det
andets forargelse var stor."10 Af þessum dæm-
um og þeim, sem tilfærð em í kaflanum um
1 Gamalt og nýtt, bls. 74—75.
2 Gamalt og nýtt, bls. 44.
3 Gamalt og nýtt, bls. 26.
4 Gamalt og nýtt, bls. 25—-26.
5 Gamalt og nýtt, bls. 28.
6 Gamalt og nýtt, bls. 106.
t Sven M. Kristensen, Impressionismen i dansk
prosa 1870—1900, bls. 44—45.
8 Sven M. Kristensen, Impressionsmen i dansk
prosa 1870—1900, bls. 45.
9 Þorgils gjallandi, Upp við fossa, bls. 97.
10 Björnstjeme Björnsson, Det flagrer — III b.,
bls. 220.
29