Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 26

Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 26
Jón stóð að ýmsum sveitarblöðum, sem út komu á yngri árum hans og tók þátt í þeim margþætm félagsstörfum, sem einkenndu Mý- vatnssveitina á seinni hluta 19- aldarinnar. Hann bjó aldrei stórbúi, en þótti ávallt reglumaður um sín störf og umhirðu. Margar heimildir eru til um bókhneigð Jóns. Menntafélagið í Skútustaðahreppi keypti bækur, og einnig átti lestrarfélagið nokkurn bókakost. Einnig er get- ið bókaeignar einstaklinga, bæði að Skúmstöð- um og Gautlöndum. Framfarahugur manna var mikill í Mývatns- sveit á þessum ámm. Sveitarblöð vom út gef- in og ýmis félög stofnuð. Mikill frelsishugur var í mönnum, ekki einungis um þjóðfrelsi, heldur einnig um kirkjufrelsi, kvenfrelsi og at- vinnufrelsi. Þetta andrúmsloft auk bókaáhugans verður kveikur að fyrsm sögum Jóns, sem út komu árið 1892 í sagnasafninu Ofan úr sveit- um. Segir Þorgils, að hann hafi ekki getað þagað. Hann verður að láta til sín heyra. I þessari bók var sagan Gamalt og nýtt auk þriggja styttri sagna, Leidd í kirkju, Séra Sölvi og Osjálfræði. Vom allar þessar sögur ádeilur. Um sama leyti fer Þorgils að skrifa dýra- sögur. Auk smásagna og dýrasagna er varð- veitt eftir Jón ein löng skáldsaga, fjöldi blaða- greina og ritgerða auk þýðinga. Sagan Gamalt og nýtt kom fyrst út, sem fyrr segir, árið 1892, en síðan árið 1924 í fyrsta bindi ritsafns hans undir nafninu Hjóna- bandið, en síðast árið 1945 í heildarritsafni, sem Arnór Sigurjónsson gaf út. Sviðið og tíminn. Sögusviðinu er aldrei lýst beint. Sagan gerist í Dalsþingum, sveit á Islandi. Hún gerist í nafn- lausum dal, en eftir honum rennur á. Við fá- um einnig að vita, að kaupstaðurinn, sem ekki er nafngreindur, liggur við haf og er eina dag- leið frá Dalsþingum. Dettur manni í hug Húsa- vík. Hvergi er sagt, að sagan gerist á Norður- landi, en leiða má drög að því; segir t. d., að hrímþoku leggi frá hafísnum. Vetrarríkið minn- ir og á Norðurland. Dalurinn liggur frá norðri til suðurs, og virðist kaupstaðurinn vera fyrir norðan hann. A. m. k. koma séra Guðni og Þórarinn fyrst að Kirkjubóli, er þeir koma úr kaupstaðnum, en Kirkjuból er nyrzti bærinn af þeim fjómm, sem mest koma við sögu. Aðr- ir eru Gil, Brú og Hamar, talið frá Kirkju- bóli. Sagan lýsir samtíma höfundarins að kröfu raunsæisstefnunnar. Hún hefst á brúðkaupi Sig- ríðar og séra Guðna, en síðan heyrum við næst til þeirra eftir tvö ár. Eftir það er aðdraganda brúðkaupsins lýst, en síðan þessum tveimur ár- um, sem líða frá brúðkaupinu og þar til þráð- urinn er tekinn upp að nýju. Gengur síðan sagan í réttri tímaröð allt til loka. Sagan hefst um sumar, en lýkur á fjórða ári á þorra. Stíleinkenni og málfar. Það, sem öðru fremur einkennir stíl sögunnar Gamalt og nýtt, eru hin löngu samtöl persón- anna. Þetta er mjög einkennandi fyrir stíl margra raunsæishöfunda. Bein frásögn (referat) höfundanna er að láta undan. Höfundur tengist verkinu nánar, en stendur ekki lengur eins langt utan þess, heldur nær áhrifum sínum gegnum persónur verksins, samtöl þeirra og hugsanir. Raunsæishöfundurinn velur sér oft málpípur, og lesandinn skynjar og skilur boðskapinn frá þeirra sjónarhóli. Einnig smðlar að þessu, að persónunum er ekki lýst í eitt skipti fyrir öll, heldur breytast einatt. Samtölin í Gamalt og nýtt eru djarflega sett fram — oftast án inngangsorðs — og einatt ekki sagt, hver talar hverju sinni, heldur er lesandinn látinn skynja það á annan hátt. Gott dæmi um slíkt er eftirfarandi: „ „Það hefur verið messað í dag vænt’ ég," Steinar hrærði í bollanum sínum „fólkið er messurækið." „Já." „Margt fólk við kirkju?" 2 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.