Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 44
Menn vilja gjarna vita, hvers vegna sumir eru
ríkir og aðrir auralausir. Meginhluti þeirra
manna, sem líta út um gluggann á strætis-
vagninum sínum og virða fyrir sér glæsihallirn-
ar á Arnarnesi, krefst ýtarlegri skýringa en
þeirra, er guðfræðileg rök og erfðafræði veita.
Þeim verður því fyrir að skyggnast um öxl og
hyggja að fortíðinni. Fortíð ákveðins einstak-
lings eða fortíð stéttanna. I báðum tilfellum er
framkvæmd ákveðin sagnfræðileg rannsókn.
Ahugi almennings á sögunni sem tæki, reyndar
því eina, sem beita má til að svara spurning-
unni: „Hvers vegna er heimurinn í dag einmitt
svona?", er því verulegur.
Ég læt hér alveg liggja á milli hluta, hvort
menn telji sig geta lært af sögunni. Tómas
Sæmundsson vildi meina, að í sagnfræðinni
ætti maður „að skoða manninn, sjá hvörnin
hann á að haga sér í öllum lífsins stöðum, hún
sýnir hvað þjóðunum verður til viðreisnar og
blómgunar, til falls og eyðileggingar." Hvort
sem menn hafa nú slíka ofurtrú á, að draga
megi lærdóm af sigrum og ósigrum fyrri kyn-
slóða eða ekki, má þó öllum vera Ijóst, að ekk-
ert nema vitneskja um fortíðina getur hjálpað
okkur til að skilja t. d., hvers vegna amerískur
her er á Islandi, svo að eitthvert dæmi sé nefnt.
Þessi fullyrðing dregur síður en svo úr gildi
annarra samfélagsgreina, svo sem sálfræði eða
þjóðfélagsfræða.
Lesendur minnast án efa vinsælda sögunnar á
„lægri" skólastigum. Voru þær miklar og al-
mennar eða hvað? Nei? Ég slæ því hér fram,
án þess ég hafi framkvæmt aðra athugun en þá,
sem sérhver nemandi og kennari hlýtur sjálf-
krafa að gera, að sagan sé meðal óvinsælla náms-
greina í gagnfræða- og menntaskólum þessa
lands. Hún er kannski ekki beinlínis illa séð,
en að nemendur setji sjálfstætt mat, hugmynda-
auðgi eða aukna þekkingu á samfélaginu í
samband við sögunám, held ég sé því miður
mjög fátítt. Að vísu eru margir nemendur þess
umkomnir að krækja sér í sæmilega einkunn
44
fyrir kunnáttu sína í sögu. Flestum tekst það
með algjörlega vélrænum lestri kennslubókar-
innar. Sagan fellur því sjálfkrafa í áliti, verður
ómerkilegt uppsláttarfag, sem menn hafa tak-
markaðan áhuga á.
Hvernig má skýra þá þverstæðu, að Islend-
ingar, sjálf söguþjóðin, sem hafa eins og aðrar
mannlegar verur áhuga á samfélagi sínu, hinni
sífelldu sköpun þess og þar með fortíð þess,
fyllast tómlæti, þegar kennarar reiða fram vizku
sína um þessa sömu fortíð.
Ef til vill er svar þessarar gátu ekki svo flók-
ið. Má vera að við nánari athugun sé þversögn-
in alls engin þversögn. Það er mín skoðun.
Ég endurtek enn, að áhugi manna á fortíð-
inni er afleiðing löngunar manna til að þekkja
samtíð sína. Allt sögunám á því að hafa nú-
tímann að lokatakmarki, þ. e. beint samband
milli fortíðar og þekkingar á nútíðinni. Slíkt
sögunám uppfyllir þær kröfur, eða gerir að
minnsta kosti tilraun til þess að uppfylla þær
kröfur, sem löngun til að vita eitthvað um
samtíma þjóðfélag kveikir sjálfkrafa. Og þá
löngun má elcki fyrir nokkurn mun deyfa eða
slæva. Ofáar bækur og blaðagreinar hafa verið
ritaðar um hina svokölluðu firringu, en líklega
er hvorki staður né stund til að rekja það efni
hér, enda nægir mér að benda á grein eftir
Véstein Lúðvíksson í 3.—4. hefti Tímarits
Máls og menningar, 1970, um Georg Lukács
og hnignun raunsæis. Greinin er reyndar öllum
holl og góð lesning, en þó sérstaklega áhuga-
fólki um bókmenntir. Hér vil ég fyrst og fremst
minna menn á hinar félagslegu afleiðingar firr-
ingarinnar, þ. e. félagslegt sinnuleysi og sof-
andahátt. Raunverulegt lýðræði verður hér
aldrei, nema tilkomi stóraukin þekking almenn-
ings á samfélaginu og stöðu sinni innan þess.
Og þessa samfélagsþekkingu er mönnum ekki
unnt að öðlast, nema þeir geti kynnt sér nán-
usm fortíð sína.
Hlutverk sögunáms í endurmati og endur-
sköpun samfélagsins er því harla stórt. A tím-
um aukinnar gernýtingar, verkaskiptingar og
niðurbútunar vinnunnar og þar af leiðandi vax-