Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 13

Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 13
íf.. 3 í 31 rtiií.t...il D ít :k .# JC - L sf /f ' gp ** .Wð yr.. O ’4%0 “ // (N O cí«o4-, /<’.. I |° u.. \ ; > r" v-y / "lIne- Of" "* 0'JTLR **ii 50 10' 1 1 ■ '■'■■! Mynd 1: Uppdráttur af Dýrnesborg. V V 0 50 I I - ) I I I 1 ■ I -1- 100 '50 soorttt | I ■ ■>■ t-t <53 annars að víkja fyrir kristniboði Ágústínusar, sem Gregoríus páfi sendi þangað. Heilagur Kolumba eða Kolumkilli (kirkju-Kolumba), eins og hann var nefndur til aðgreiningar frá nöfnum sínum, er talinn hafa hafið trúboð á Bretlandi á 6. öld og kristnað Péttana í norðri. Hann mun hafa verið uppi á árunum 521/2— 597. Árið 563 stofnaði hann klaustrið á Eynni helgu (Iona), sem er lítil eyja undan vestur- strönd Skotlands og ein af Suðureyjum. Adom- nan ábóti, sem ritaði ævisögu Kolumkilla í klaustrinu á Eynni helgu á 7. öld, taldi klaxist- urlifnað hafa verið aðaltilganginn með för hans til Bretlands. Mannsaldri síðar segir Beda prest- ur hann hafa komið þangað til að predika og hafi hann verið trúboði Péttanna í norðri. Beda safnaði saman fróðleik um heilagan Ninian, brezkan biskup, sem kynn2t hafði rómverskum sið og kristnaði Suður-Pétta. Er honum eignuð stelnkirkja í Cadita Casa, nú oftast nefnt Whithorn í Galloway. Ef sýna má fram á árangursríkt kristniboð Ninians þessa meðal Pétta, dregur mjög úr mikilvægi trúboðs heilags Kolumkilla, sem var að starfi meira en 100 árum síðar. Sumum fræðimönnum finnst heiiag- ur Kolumkilli vera tákn írskra áhrifa, en heilag- ur Ninian rómverskra áhrifa á þessum slóðum. Heilagur Kolumkilli rak trúboð í nágrenni klausturs síns á Eynni helgu og stofnaði klaust- ur út frá því. Algengt var, að stofnuð væru slík dótmrklaustur, sem voru að einhverju leyti háð móðurklaustrinu. Þannig var klaustrið á Eynni helgu n. k. yfirklausmr mikils hluta keltnesku kirkjunnar og hafði mikil áhrif. Hlutir þeir, sem sagt er, að fundizt hafi hér á landi eftir papa, benda til þess, að þeir hafi verið af reglu heilags Kolumkilla, en þar var mikil áherzla lögð á gripi eins og bjöllur og bagla.22 Auk þess gætir áhrifa heilags Kolum- killa meðal nokkurra landnámsmanna, og verð- ur vikið að því síðar. Ekki hefur mikið varðveitzt af upprunalega klaustrinu á Eynni helgu, en rústir af svipuðum klaustrum em á eyjum undan Skotlandsströnd- um og allt til Orkneyja og Hjaltlands. Gott dæmi um keltneskt klausmr er Dýmes- borg á Hrossey í Orkneyjum. Sýnir það vel ein- manaleik og einangrun þeirra staða, sem kelt- neskir munkar völdu sér til búsetu. Þetta er höfði út í Norðursjó, snarbratmr á alla vegu og hefur sjórinn grafið gil inn í þá hlið, sem að landi veit. Eina uppgönguleiðin er snarbratmr stígur, illur uppgöngu. Er upp á höfðann kem- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.