Mímir - 01.05.1972, Qupperneq 13

Mímir - 01.05.1972, Qupperneq 13
íf.. 3 í 31 rtiií.t...il D ít :k .# JC - L sf /f ' gp ** .Wð yr.. O ’4%0 “ // (N O cí«o4-, /<’.. I |° u.. \ ; > r" v-y / "lIne- Of" "* 0'JTLR **ii 50 10' 1 1 ■ '■'■■! Mynd 1: Uppdráttur af Dýrnesborg. V V 0 50 I I - ) I I I 1 ■ I -1- 100 '50 soorttt | I ■ ■>■ t-t <53 annars að víkja fyrir kristniboði Ágústínusar, sem Gregoríus páfi sendi þangað. Heilagur Kolumba eða Kolumkilli (kirkju-Kolumba), eins og hann var nefndur til aðgreiningar frá nöfnum sínum, er talinn hafa hafið trúboð á Bretlandi á 6. öld og kristnað Péttana í norðri. Hann mun hafa verið uppi á árunum 521/2— 597. Árið 563 stofnaði hann klaustrið á Eynni helgu (Iona), sem er lítil eyja undan vestur- strönd Skotlands og ein af Suðureyjum. Adom- nan ábóti, sem ritaði ævisögu Kolumkilla í klaustrinu á Eynni helgu á 7. öld, taldi klaxist- urlifnað hafa verið aðaltilganginn með för hans til Bretlands. Mannsaldri síðar segir Beda prest- ur hann hafa komið þangað til að predika og hafi hann verið trúboði Péttanna í norðri. Beda safnaði saman fróðleik um heilagan Ninian, brezkan biskup, sem kynn2t hafði rómverskum sið og kristnaði Suður-Pétta. Er honum eignuð stelnkirkja í Cadita Casa, nú oftast nefnt Whithorn í Galloway. Ef sýna má fram á árangursríkt kristniboð Ninians þessa meðal Pétta, dregur mjög úr mikilvægi trúboðs heilags Kolumkilla, sem var að starfi meira en 100 árum síðar. Sumum fræðimönnum finnst heiiag- ur Kolumkilli vera tákn írskra áhrifa, en heilag- ur Ninian rómverskra áhrifa á þessum slóðum. Heilagur Kolumkilli rak trúboð í nágrenni klausturs síns á Eynni helgu og stofnaði klaust- ur út frá því. Algengt var, að stofnuð væru slík dótmrklaustur, sem voru að einhverju leyti háð móðurklaustrinu. Þannig var klaustrið á Eynni helgu n. k. yfirklausmr mikils hluta keltnesku kirkjunnar og hafði mikil áhrif. Hlutir þeir, sem sagt er, að fundizt hafi hér á landi eftir papa, benda til þess, að þeir hafi verið af reglu heilags Kolumkilla, en þar var mikil áherzla lögð á gripi eins og bjöllur og bagla.22 Auk þess gætir áhrifa heilags Kolum- killa meðal nokkurra landnámsmanna, og verð- ur vikið að því síðar. Ekki hefur mikið varðveitzt af upprunalega klaustrinu á Eynni helgu, en rústir af svipuðum klaustrum em á eyjum undan Skotlandsströnd- um og allt til Orkneyja og Hjaltlands. Gott dæmi um keltneskt klausmr er Dýmes- borg á Hrossey í Orkneyjum. Sýnir það vel ein- manaleik og einangrun þeirra staða, sem kelt- neskir munkar völdu sér til búsetu. Þetta er höfði út í Norðursjó, snarbratmr á alla vegu og hefur sjórinn grafið gil inn í þá hlið, sem að landi veit. Eina uppgönguleiðin er snarbratmr stígur, illur uppgöngu. Er upp á höfðann kem- 13

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.