Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 45

Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 45
andi firringar og hlutgervingar sjálfsins mega þeir, sem ferðinni ráða í sögukennslu, alls ekki bregðast þessu hlutverki. Nú má vera, að einhverjir telji þessa yfir- lýsingu bera vott um barnalegt oftraust á sagn- fræðingum. Er nokkurn tíma unnt að skapa óbrenglaða mynd af fortíðinni? Verður sú for- tíð, er birtist okkur í verkum sagnfræðinganna, ekki fyrst og fremst spegilmynd fræðimann- anna sjálfra? Getur sagnfræðin í raun og veru sagt, hvað gerðist? Eg viðurkenni fúslega, að þetta er Akkilesar- hæll sagnfræðinnar, en bendi jafnframt á, að öll fortíðin er ekki í jafnríkum mæli undir þessa sök seld. Ovissa um fortíðina vex oftast nær í réttu hlutfalli við tímalega fjarlægð. Þannig verður mynd okkar af Sturlungaöld aldrei skýr, ég tala nú ekki um landnámsöld. En með all- mikilli vissu ætti að vera unnt að gera grein fyrir þeim breytingum, sem áttu sér stað á Is- landi á árunum 1940—1949. Fer þá hvort tveggja saman, auknar líkur á, að hægt sé að gefa raunsanna lýsingu á atburðunum og þörf- in fyrir þekkingu á sömu atburðum. Sam- félagið þarfnast fyrst og fremst þekkingar á nánustu fortíð sinni. Hyggjum á ný að sögunámi á „lægri'' skóla- stigum hér á landi. Með hliðsjón af ofanrituðu tel ég, að vandalaust sé að benda á það mein, er bagar svo þessa námsgrein: — Það tekst einfaldlega aldrei að tengja námið samfélags- áhuga nemendanna, hvað þá, að sagan verði til að glæða þennan áhuga. Svo gersamlega er nám- ið slitið úr tengslum við nútímann, að oftast eru menn skildir eftir úti á víðavangi tímans og þá gjarnan í nánd við einhverja „stórvið- burði". Mannkynssaga er lesin fram til 1919 eða 1945. Margir stúdentar vita meira um Caesar en Hitler. Eins og gengur, las ég Islandssögu í mennta- skóla, en engra atburða var þar getið, er gerð- ust að því stórmerka ári 1918 liðnu. Er ég lauk stúdentsprófi, vissi ég nær ekkert um upphaf verkalýðsfélaga, kreppuna miklu eða sögu ís- lenzku stjórnmálaflokkanna. Aftur á móti var ég vel heima í persónu- og stjórnmálasögu 13.. aldar, einkum fram til 1262. En hvað kemur þetta Háskóla íslands við? Því er fljótsvarað. Kennarar við „lægri" skóla eiga að hafa háskólapróf. Nám til B. A.-prófs á að vera undirbúningur til hvors tveggja í senn, kennslu og áframhaldandi náms. Auk þess að veita stúdentum þennan undirbúning á háskóli ákveðnum skyldum að gegna við sam- félagið, einkum á sviði rannsókna. Háskóli Islands á m. a. að gegna því stór- merka hlutverki, 1) að sjá um að nóg sé af hæfum sögukennurum, 2) að „framleiða" sagn- fræðinga og 3) að smnda sagnfræðilegar rann- sóknir. Eg mun aðeins ræða um fyrsta lið þessa hlutverks hér. Fyrir nokkrum árum tók ónefnd kona B. A,- próf í sögu við H. I. Hún segist fátt vita um þá atburði, er gerðust hér á landi eftir 1904. Slíkrar kunnáttu var heldur ekki krafizt til prófsins. Hvað munu þeir stúdentar, sem ganga til 3. stigs prófs í Islandssögu í vor komast nálægt nútímanum? Menn athugi, að kennsla sú, er kennaraefni verða aðnjótandi, er mjög ákvarðandi, hvað kennslu þeirra sjálfra áhrærir síðar. Oft heyrist því haldið fram, að ekki sé unnt að kenna nútímasögu vegna bókaskorts. Eg held, að bókaskortur skipti ekki höfuðmáli í þessu sambandi og áhugaleysi manna á nútíma- sögu eigi sér frekar sálfræðilegar ræmr. 1966 samþykkti alþingi Islendinga, að við Háskólann skyldi vera einn prófessor í nútíma- sögu. Þennan vilja sinn birtu þingmenn í lög- um. Arið 1968 var þróun þessara mála því miður ekki komin svo langt, að búið væri að skipa mann í stöðuna. Þingmenn gripu því tækifærið og ónýtm þessi lög ásamt ógrynni annarra laga, enda vom tímarnir breyttir. Var þetta liður í miklum lagabálki um sparnað á útgjöldum ríkisins. Um það er ekki nema gott eitt að segja, að hið háa alþing vilji ekki 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.