Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 39

Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 39
á hár og hrokkinhærður, höfuðmikill og hnakka- breiður og hálsdigur; ennið ekki hátt, en breitt og bratt nokkuð; brúnamikill og nefdigur, mó- eygur og fasteygur, skolbrúnn og skeggjaður mjög; heldur var hann greppleitur. Ekki var hann fríður maður kallaður."1 Lýsingin á hári Þórarins og skeggi skapar andstæður við hár og skegg séra Guðna. Ef litið er á Charles, andstæðu Alphonse í sögu Kiellands, kemur í Ijós, að skegg Charlesar „begynder at gro strax nedenfore Oinene" og hárið var „stivt og fliset."2 Andstæðurnar milli þessara tveggja manna eru einnig sýndar á annan hátt. Þórarinn hætt- ir að vera prestur, er hann getur það ekki lengur vegna skoðana sinna, en séra Guðni held- ur því stöðugt áfram, þótt trúin sé ekki fyrir hendi. Meðferð þeirra á hestum skapar einnig andstæður. Séra Guðni fer illa með hesta sína, en Þórarinn vel. Einnig lýsir Þorgils mjög breytingum, sem verða á persónum við ýmsar aðstæður. Þær roðna, fölna, verða bleikar og augun dökkna. Sigríður er aðalpersóna sögunnar. Við sjáum hana allt frá því, að hún er ung stúlka, róman- tísk og ástsjúk. Sjáum hana breytast í mennt- aða konu, þrúgaða vegna hins slæma hjónabands, sem hún anar út í á fölskum forsendum. Hin frjálsa, eðlilega ást hennar til Þórarins bjargar henni úr lygasambúðinni, en að lokum veslast hún upp og deyr. Hún fær ekki staðizt þetta samfélag, sem hugsar ekki lengra en nær til vana og viðtekta. Þórarinn er hinn sterki persónuleiki, ófríður, en karlmannlegur og sannur í öllu, sem hann gerir, víðlesinn og átti margt bóka. Hann hafði verið prestur, en hætti prestskap og verður bóndi. ✓ Ast hans til Sigríðar hafði kviknað er hann kenndi henni, sem ungri stúlku, en nú blossar hún upp á ný. Þau ætla að skapa sér sitt eigið friðland, lifa í frjálsu sambandi, en það verður ekki að raunveruleika, þar sem Sigríður deyr. Séra Guðni er um allt andstæða Þórarins, fallegur og skemmtilegur, en hræsnari og auk þess drykkjumaður. Hann var trúlaus, en hræsn- ar af stólnum, og kvænist Sigríði til að komast í sveitarþægindin, og arfsvonin hló. Hann hef- ur allan almenning með sér gegn Sigríði. Lýs- ing Þorgils á séra Guðna undirstrikar hræsni þjóðfélagsins og lygi, sem gengur betur að koma ár sinni fyrir borð en þeim, sem vilja brjótast út úr sjúkleikanum. Steinar er trúnaðarmaður og hjálparhella þeirra Sigríðar og Þórarins. Hann deilir ákaft á lygina og hræsnina, enda oft málpípa höf- undarins. Hann er galsafenginn og háðskur, en undir niðri býr djúp alvara. Málfar hans, blót og háð gerir hann að hressilegustu persónu verksins. Lokaorð. Við tölum um, að Þorgils gjallandi sé raun- sæishöfundur, og setjum það í samband við viðfangsefni hans, að hann „sætter Problemer under Debat." og gagnrýnir og lýsir samtíð sinni. Hann er undir sterkum áhrifum fyrirrennara sinna, bæði hvað snertir viðhorf og stíl, en hin forna arfleið Islendinga, fornsögurnar, leynir sér ekki, jafnvel þótt andi þess tíma særi raun- sæisskáldið Þorgils gjallanda. Sagan Gamalt og nýtt er samin í upphafi ferils Þorgils sem rithöfundar og er ekki ein- kennandi fyrir verk hans. Undirtónn verksins er ákefð höfundar, jafnvel reiði. Sagan er óður til frelsisins, þess frelsis, sem náttúran og eðlið bar okkur til, en jafnframt hörð ádeila á allt það, sem hindrar okkur að ná þessu frelsi. Þórður Helgason. 1 Gamalt og nýtt, bls. 26. 2 A. Keielland, Novelletter, Kbh. 1881, bls. 87. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.