Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 20

Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 20
heilagur Patrekur hafði formælt. Einhver tengsl virðast vera með frásögnum þessum. Síðar var heitið á Asólf viðvíkjandi vali á kirkjustað, líklega reist kirkja á Kirkjubóli hjá Ynnra- Hólmi og hún helguð heilögum Kolumkilla. Af framangreindu má sjá, að ýmislegt í sög- um okkar og örnefnum, gæti bent á veru papa hér á landi og írsk áhrif á land og þjóð. Ekki má þó gleyma því, að margir landnámsmanna voru af írsku bergi brotnir og kristnir að auki, og mætti eflaust rekja mikið af örnefnum og kristnum áhrifum til þeirra. Þó að ritaðar heim- ildir og örnefni geti verið góðar heimildir, eru þær ekki óyggjandi. Þar verða að koma til áþreifanlegir hlutir, og kemur fornleifafræðin þá til skjalanna. IV. Mmjar 1. I Landnámu segir, að fundizt hafi eftir papa „bækr írskar, bjöllur ok baglar ok enn fleiri hlutir". Enn fremur er tilgreint í Hauksbók, hvar hlutir þessir fundust, en það var í Papey og Papýli. Gerðar hafa verið rannsóknir í Pap- ey fyrr á tímum og nú síðast í sumar. Arið 1927 fundust þar við fornminjauppgröft brot úr litl- um trékrossum. Ekki hefur tekizt að tímasetja þá, en þeir munu þó vera yngri en frá papatíð. Nú í sumar kom þar í ljós sögualdabær frá því fyrir 1000 á þeim stað, sem nefndur er Goðatætmr. Þar fannst m. a. pottbrot, sem á er krossmark. I Papey mætti einna helzt hugsa sér að finna einhverjar minjar um papa á Islandi. Þar hefur þó lengst af verið byggð, og hafa minjar sjálf- sagt afmáðst smám saman, auk þess sem sjór- inn gæti hafa grandað þeim. Ekki er þó alveg loku fyrir það skotið, að enn megi þar eitthvað finna, enda eru ætlaðar paparústir þar enn órannsakaðar. 2. / / I Arnes- og Rangárvallasýslum eru margir hell- ar gerðir af manna völdum. Arið 1902 kom Brynjólfur Jónsson með þá tilgátu, að þeir hefðu verið bústaðir papa. Þessa tilgátu smddi síðar Einar Benediktsson skáld, sem að auki þóttist finna krossmörk, ogham-letur og meira að segja helgimynd í einum hellinum. Síðar hrakti Matthías Þórðarson þjóðminjavörður þessa tilgám. I hellunum væri ekkert það, sem bent gæti á búsem írskra manna, auk þess sem þeir ættu sér enga hliðstæðu í heimkynnum þeirra. Að vísu finnast þar jarðhús, aðallega í heimkynnum Péttanna á eyjunum og í norður- hluta Skotlands, en þau eru allt annarar gerðar. Einsemmenn bjuggu mest í býkúpulaga kofum, oft hlöðnum úr grjóti, en þeim hefur þegar verið lýst. Hörður Agústsson hefur bent á lík- ingu með þeim og fjárborgunum íslenzku, og er hún sláandi. Þó verður að athuga það, að þetta geta verið seinni tíma áhrif, ef um ein- hvers konar áhrif er að ræða, þar sem margir landnámsmanna vom írskrar ættar eða höfðu dvalizt um lengri eða skemmri tíma á Irlandi. Einnig mætti hugsa sér, að lögunin hafi einfald- lega skapazt af efninu. En það er með fyrrnefnda hella, sem fleira hér, að lítið hefur verið gert til að varpa ljósi á þá. Síðusm rannsóknir á þeim voru gerðar í kring- um 1930. 3. Hér á iandi hafa fundizt 3 litlar, sexstrendar bronsbjöllur. Em þær nauðalíkar 3 bjöllum, sem fundust á vesturströnd Englands og Skot- lands, og að öllum líkindum þaðan komnar. Ekki munu þær þó vera frá papatíð. Þá má nefna eitt met af keltneskri gerð, sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu. I Dyrhólaey mun Einar Pálsson hafa fundið krossa höggna í klett, en engin ályktun verður af því dregin. Og að lokum ber að nefna kross þann, sem höggvinn er í Heimaklett í Vestmannaeyjum og líkist mjög krossum á Irlandi í fyrsm kristni. Að sjálfsögðu er ógerningur að segja til um, frá hvaða tíma þessi kross er, en Vestmanna- eyjar eru að mörgu leyti sérstæðar. I Smrlubók segir um þær: 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.