Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 31

Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 31
ná hinum napra stíl, sem Gestur réði yfir í sín- um sögum. Andi sögunnar Gamalt og nýtt er allur ann- ar. Höfundur beinir spjótum sínum í ýmsar áttir, og honum er mikið niðri fyrir. Hann hefur lært mikið af útlendum skáldsagnahöf- undum, sem hafa hjálpað honum mjög, en öðr- um fæti stendur hann á þjóðlegum arfi. Bœkur og lestur þeirra. Það hefur verið talin fordild hjá Þorgils gjall- anda að vitna í bækur og efni þeirra.’ Það er þó ekki með öllu rétt. Það var algengt, að höf- undar honum samtíma nomðu sér ýmsar bæk- ur á sama eða líkan hátt. Einnig má benda á, að ein af kröfum raunsæisstefnunnar var aukin menntun, og mennmn fæst af bókum. Hins vegar er ekki sama, hvað lesið er, svo sem berlega kemur fram í Gamalt og nýtt: „Sigríð- ur var mikið gefin fyrir bækur, hafði lesið dá- lítið af útlendum skáldsögum, sem höfðu heill- að hug hennar. Hún titraði, þegar hún las um hina fyrstu ást, skjálfandi, töfrandi og óróa, en þó svo sæla. „Hin fyrsta ást er guðleg gjöf" þessi orð hljómuðu í huga hennar bæði vak- andi og sofandi. Skáldin lofuðu ástina hver sem bemr gat; kölluðu hana „himinborna", „himneska", „goðborna", „guðdómlega", „para- dís jarðlífsins", „himnaríki á vorri jörð" o. s. frv. — Þetta er hin fyrsta ást, sem er að lifna og blómgast í hjarta mínu, hugsaði Sigríður.. ."1 Þarna kemur fram, að lestur ósannra bóka villir um fyrir Sigríði og blindar hana. Síðan byrjar Sigríður að lesa aðrar bækur „... fyrst las hún eftir Spielhagen... þá fyrst gat hún skilið, að menn geta verið hinir heiðvirðustu borgarar mannfélagsins, hversu sem trúarbrögð þeirra eru.. ."2 „Svo fór Sigríður að lesa eftir Björnson, Lie og Kielland... nýr heimur opn- aðist fyrir henni.. .3 Sigríður rannsakar einnig biblíuna, og „því meir sem hún rannsakaði, þess meira hrundi af byggingunni."4 Síðan er lýst lestrarhætti séra Guðna: „Séra Guðni las heldur ekki nema sumt af þeim bókum, sem hún las, eða þá fljótlega og rannsóknarlaust.. ."5 Einnig er sagt frá lestri einstakra bóka: „... hún lá kyrr (Sigríður) um stund, seildist síðan eftir bók á borðinu, það var „Magnhild" eftir Björn- son.. ,"6 Þórarinn les upp „ „Den Fremsynte" eftir Lie, þá sögu hafði Sigríður ekki heyrt áður; bar þeim öllum saman um, að sagan væri prýðis snotur og sorgblíð."7 Þarna grípur Þorgils tækifærið og kastar hnjóði í Torfhildi Hólm: „„Fjarska munur er á þessari sögu og sögum Torfhildar; ef menn rituðu svona hérna, hlyti það þó að hafa einhver góð áhrif." "8 Þessum umræðum um einstakar bækur, efni þeirra og höfunda er síðan fram haldið út alla söguna. Athyglisverðast við þessar umræður er það, að Þorgils virðist álíta og ganga út frá, að efni bókanna sé lesendum kunnugt. Að öðr- um kosti eiga sögurnar ekkert erindi inn í verk- ið. Þá má einnig spyrja, hvort bókunum sé raðað inn í söguna eftir gangi hennar. Dr. Stefán Einarsson bendir á, að Þórarinn sendir Sigríði „Paa Guds Veje" eftir Björnson og „En Mal- ström" eftir Lie og biður hana að íhuga efnið vandlega. Þarna hafa bækurnar vissulega hlut- verk í sögunni. Einnig má rannsaka þetta um aðrar bækur. „Magnhild" eftir Björnstjerne Björnson er getið, er Sigríður hefur komizt að því, að ástin er ekki fyrir hendi hjá séra Guðna, sem fer í þokkabót með rugl af stóln- um, sem hann trúir jafnvel ekki sjálfur, og er þar á ofan drykkjumaður. „Magnhild" er einmitt uppgjör Björnsons við hjónabandið: Svo mikið má að gera, að skilnaður sé rétt- lætanlegur. Þetta verður lesandinn að vita til að geta sett þessa ákveðnu bók í samband við söguþráð. Hið sama gildir með „Den Fremsynte" eftir Lie. 'Sú bók lýsir ástinni, sem þróast allt frá barnæsku. Að loknum lestri bókarinnar, rís 1 Gamalt og nýtt, bls. 29—30. 2 Gamalt og nýtt, bls. 34. 3 Gamalt og nýtt, bls. 35. 4 Gamalt og nýtt, bls. 35. 5 Gamalt og nýtt, bls. 36. 6 Gamalt og nýtt, bls. 40—41. 7 Gamalt og nýtt, bls. 45. 8 Gamalt og nýtt, bls. 45. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.