Skemmtisögur - 15.04.1953, Síða 10

Skemmtisögur - 15.04.1953, Síða 10
vonandi," sagði litli maðurinn. „Þér getið kallað hann Bob. Ég get bætt við, að hann er fyrrverandi þungaflokks hnefaleikamað- ur.“ Bob urraði nokkur óskiljanleg orð, og gekk svo á undan og vísaði leiðina. Þeir fóru gegnum forsal, upp stiga og inn í her- bergi prýði'lega vistlegt, þar sem búið var að leggja á borð, girnilegt á að líta, vín- llösku vantaði jafnvel ekki. „Okkur datt í hug að þér væruð ef til vill svangur. hr. Armitage," sagði litli mað- urinn, „svo við höfðum tekið tii kvöldverð. Því miður höfum við ekki haft tíma til að setja járnrimla fyrir gluggann, en Bob er á verði fyrir neðan. Og svo, góða nótt! Yður mun vafalaust falla rúmið vel í geð.“ Þar með fóru báðir mennirnir og læstu dyrunum á eftir sér. Kenneth settist brátt að Snæðingi. Hann var bæði svangur og þyrstur, og maturinn og vínið smakkaðist honum ágætlega. Því næst háttaði hann niður í rúmið og svaf vært og vel. Næsta morgun færði Bob honum föt, sem voru honum sæmilega mátuleg. Hann til- kynnfci einnig Kenneth, að ungfrú Fenton vænti þess að borða með honuni hádegis- verð kl. 1. Það reyndist vera ung og aðlaðandi stúlka með glaðleg blá augu. Kenneth tók þó mest eftir hökunni á henni, það var einbeittleg haka og jafnframt falleg. Og í hana var skarð, sent honum fannst strax töfrandi. Ungfrúin rétti honum höndina brosandi. „Bob er dálítið smeykur að vera einn með yður,“ sagði hún, — og Kenneth fannst hann kannast við röddina. „Þess vegna kom ég til að hjálpa honum. En um það getum við takið á meðan við borðum. Gerið svo vel — viljið þér ekkd setjast! Þér rnegið fara, Bob.“ Risinn fór, og Kenneth notaði þegar tækifærið. „Ungfrú Fenton," sagði hann, „ég veit ekki hvaða þátt þér eigið í þessu samsæri — þó mig gruni það! En eitt verðið þér að segja mér, hvernig fór um leikritið mitt! Hvernig eru ritdómarnir?" Ungfrú Fenton liristi höfuðið. „Því miður — það get ég ekki. Það myndi ckki vera í samræmi við tilgang minn.“ „Já, en ég skil ekki —“ „Nei, auðvitað ekki. Og Jrað eigið þér ekki heldur að gera. Þó get ég sagt yð- ttr, að ég varð sjálf hrifin af leikniti yðar.“ „Þér hafið þá séð það?“ „Já, og það gleður mig, að ég fæ tækifæri til að kynnast yður. Þér eruð mikið leik- nitaskáld.“ Kenneth hefði ckki verið maður — og því síður skáld — ef hann hefði ekki geng- izt upp við þctta hól, og það leið ekki á löngu, þar til þau voru farin að ræða um nútíma laiklist og aðstæður hennar. Ungfrú Fenton var mjög vel að sér á þessu sviði. Kenneth varð að viðurkenna að hann hafði aldrei haft skemmtilegri borðnaut. „Nú verðum við að tala urn alvarlegt mál,“ sagði ungfrú Fenton, þegar þau luku við að borða. „Þér verðið að vera hér í 14 daga.“ „14 daga!“ hrópaði Kenneth. „Já, það er nauðsynlegt. Spyrjið nú ekki um fleira, en ég get svarað, hr. Armitage. En segið mér aftur á móti annað: Hugsið þér til að reyna að brjótast út?“ „Auðvitað! Ég hef að minnsta kosti tíu flóttaáform í huga. Ég gæti til dæniis kveikt í húsinu." „Gerið það fyrir engan mun! Þér gætuð brunnið inni!“ „Er yður svo annt um velferð mína?“ „Engurn getur verið annara um hana en 8 9 SKEMMTISOGUR

x

Skemmtisögur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.