Skemmtisögur - 15.04.1953, Side 11
mér! — Nú, en við gætum auðvitað lagt yð-
ur í bönd —“
„í bönd —“ hrópaði Kennetli æstur.
„Verið nú rólegur, það var einungis hug-
mynd. Við íinnum eflaust annað ráð! Ann-
ars tekur mig sárt, að þér viljið flýja. Það
var svo skemmtilegt að tala við yður.“
„Þakka — sömuleiðis. En hvernig — hvers
vegna —!"
„Nei, þér skiljið ekki hvað ég á við.
Þannig er, að ég kem hingað aftur á morg-
un, og ég geri ráð fyrir, að mér veitist
aftur sú ánægja að borða með yður hádeg-
isverð."
Kenneth virti hana fyrir sér. Elöku-
skarðið var sannarlega töfrandi.
„Einn dagur til eða frá skiptir auðvitað
engu máli,“ sagði hann, „og ef ég get feng-
ið þá ánægju að njóta félagsskapar yðar enn
einu sinni —!“
„Það getið þér, ef þér viljið sjálfur," sagði
ungfrú Fenton og stóð upp, „ef þér verðið
hér á morgun, borðum við hádegisverð
saman eins og í dag. En nú verð ég að
fara."
Auðvitað fór það svo, að þau borðuðu
saman á hverjum degi, og Kenneth fannst
aldrei 14 dagar hafa venið jafnfljótir að
h'ða. En nú vorti þeir liðnir og enn sátu
þau andspænis hvort öðru við hádegisverð-
arborðið.
„Hr. Armitage," sagði ungfrú Fenton.
„Þér hafið gert mér stóran greiða — en ég
hef líklega gert yður að efnuðum manni.
svo það getur jafnazt.
Kenneth var löngu hættur að undrast
nokkuð, svo þetta kom ekkí flatt upp á
hann.
„Jæja, en nú fáið þér að heyra skýring-
una,“ hélt hún áfram. „Fyrst verð ég að
segja yður, að ég vinn hjá Hollways-auglýs-
ingastofunni og gegni þar trúnaðarstöðu.
Fyrir um það bil þrem vikum kallaði sá
gamli — hr. Hollway sem sagt — á mig inn til
SKEMMTISÖGUR
sín. „Þér eruð vön að geta komið því ótrúleg-
asta til leiðar," sagði hann, „og ef þér getið
leyst af hendi það verk, sem ég ætla nú að
trúa yður fyrir, skuluð þér verða meðeig-
andi í fyrirtækinu. Mig hefur lengi vantað
einhverja unga driffjöður." — Þér getiið
skilið, hr. Armitage, að forvitni mín var
vakin. „Sjáið nú til," hélt Hollway áfram,
„Mcrcury-Ieikhúsið er alveg að fara á haus-
inn. Nú ætlar það að hafa frumsýningu á
leikriti eftir ungan höfund. Leikhússtjór-
inn segir að það sé gott. Og hann hefur
beðið mig að annast auglýsingarnar. Við
verðum að fá fólk til að koma. Farið nú og
horfið á aðalæfinguna og sjáið, hvort nokk-
uð er í það varið. Og sé svo, þá íarið og
skipuleggið auglýsingu, sent fyllir húsið í
hálft ár, að minnsta kosti. Fn allt þetta
venjulega dugar ekki nú á tímum. Það þarf
eitthvað æsandi!" Skiljið þér nú hr. Armi-
tage?“
„Ekki vel — þó dálítið."
,, Já, svo lofaði ég sjálfri mér, að þetta
skyldi verða sú mest æsandi frumsýning,
sem „Mercury" hefði nokkru sinni sett á
svið. Og ég hef staðið við það. Ég var þar
reyndar ekki sjálf allan tímann, en ég hef
fengið fréttir af þvi. Leikrit yðar olli afar
mikilli hrifningu! Það var ákaft lófatak og
fólk hrópaði á höfundinn. En hann kom
nú ekki —“
„Nú, svoleiðis —“ tautaði Kennetli, og
litli maðurinn — það voruð þér?“
„Já, það var ég.“
„Jæja, ég þekkti yður strax aftur.'*
„En hlustið nú á framhalclið. Að lokurn
kom leikhússtjórinn fram og tilkynnti, að
höfundurinn væri horfinn á gersamlega ó-
skiljanlegan hátt, og það varð fólk að láta
sér nægja. Æsingin var ofboðsleg.
Daginn eftir birtust umsagnirnar. Þær
voru afar lofsamlegar, ég hef þær hér allar
handa yður. En jafnframt voru blöðin full
af frásögnum um hið dularfulla hvarf höf-
9