Skemmtisögur - 15.04.1953, Side 12
undarins, af alls konar getgátum um, hvað
komið hefði getað fyrir hann, af viðtölum
við leikhússtjórann, sem lýstá því yfir, að
það væri öldungis óhugsandi að komast út
úr höfundastúkunni, án þess að sjást. Leit-
að var til lögreglunnar, en hún gat ekkert
að gert. Þetta var sem sagt æsiatburður sem
um munaði — og það eina, sem dugar nú á
dögum — og ieikhúsið seldi næsta dag alla
aðgöngumiða fyrir átta daga fram í tímann
fyrir tvöfalt verð. Allir urðu auðvitað að
sjá leikrit „horfna höfundardns."
J átta daga voruð þér á allra vörum. Nú
er ekki talað og skrifað jafnrnikið um hið
dularfulla hvarf yðar, en það gerir ekkert
til, því nú hefur fólk lært að meta leikrit
yðar og sér það vegna þess sjálfs. Það er
orðið frægt og alltaf uppselt á hverja sýn-
ingu fyrirfram. „Mercury" er bjargað og
þér eruð orðinn efnaður. Segið mér, er
þetta ekki auglýsing?"
„Jú,“ svaraði Kenneth af sannfæringu.
„Hallway er afar hrifinn af hugmynd
minná og hefur gert mig að meðeigancla.
Já, þér verðið að afsaka, að ég hef ekkert
látið yður vita um afdrif leikritsins svona
fengi. En ég þorði ekki að segja yður frá
þessum framúrskarandi viðtökum. Ég var
hrædd um, að þér mynduð brjótast út. Vilj-
ið þér fyrirgefa mér?“
„Með mestu ánægju.“
„Ég þakka! — Og svo er það vandasama
atriði, hvernig þér eigið að birtast á ný.
Það myndi vera dálítið órómantískt ef þér
kæmuð ednn góðan veðurdag og segðuð, að
þér hefðuð verið numinn á brott í auglýs-
ingaskyni. Þér megið helzt ekki sýna yður
fyrst um sinn.“
„Nei, það skil ég vel,“ svaraði Kenneth,
„og þér váljið láta mig hverfa. Því það er
víst ekki ætlun yðar að fá mig til að dvelja
hér.“
„Nei, það væri nú of harðneskjulegt."
„Nú — harðneskjulegt —“ sagði Kenneth
íbygginn, „það væri, svo sem engin teljandi
harðneskja, svo fremi að við gætum haldið
áfram að borða saman hádegisverð."
„Jæja, en það er útilokað. Munið, að ég
er orðin félagi, Hollwarys, það er afar
margt sem kallar að, svo ég fæ varla tíma
til að fara út úr skrifstofunni fyrst um
sinn.“
„Jæja þá það,“ Kenneth beindi augun-
um ósjálfrátt að hinu töfrandi hökuskarði
hennar, „þá verð ég að taka eitthvað ann-
að til bragðs.“
„Já, verið svo vænn að gera það!“
„Ég er fús til að hverfa svo sem tvo mán-
uði — til Riviera t. d. það lítur út fyrir, að
ég hafi efni á því nú. En með einu skil-
yrði.“
„Og það er —?“
„Að ég megi halda áfram kunningsskap
við yður, þegar ég kem aftur.“
Ungfrú Fenton leit á hann og skildi
hann. Roði færðist hægt í kinnar hennar.
„Það megið þér, Kenneth, svaraði hún
og rétti honum höndina.
„Ég fæ ekki skilið það frú, að þér skuluð láta
það viðgangast að maðurinn yðar kalli yður
Xantippu í viðtali við embsettisbræður sína.“
„Og það er bara af monti. Hann heldur, að
þar sem hann er kvæntur Xantippu, muni félag-
ar hans álíta hann vera Sókrates."
)0
Ottó litli hefur eignazt systur. Hann veitir
henni athygli í laumi og finnst nóg um hvað
mikið er snúizt í kringum nýfædda barnið. Svo
segir hann stillilega:
„Mamma, á þessi ókunna stúlka að dvelja hjá
okkur framvegis eða verður hún sótt aftur?“
SKEMMTISÖGUR