Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 14

Skemmtisögur - 15.04.1953, Blaðsíða 14
Jón var að gjalda fyrir hið van|>ro$kaða taugakerfi sitt. Nú þegar hafði hann enzt tvisvar sinnum lengur en nokkur hinna. Subienkov fann, að hann gat ekki afbor- ið píslix kósakkans öllu lengur. Hvers vegna dó ekki Jón? Hann myndi missa vitið,- ef Jressi óp hættu ekki. En þegar þeim linnti, myndi röðin koma að honum. Og þarna var líka Yakaga og beið eftir honum, og jafnvel nú þegar var hann tekinn að glotta til hans af eftirvæntingu — Yakaga, er hann hafði síðast fyrir viku sparkað út úr virk- inu, og lamið í andlitið með hundasvip- unni sinni. Yakaga myndi sjá um hann. Ugglaust geymdi Yakaga sér helvízkari pyntingaraðferðir handa honum, pynting- araðferðir, sem telja mátti víst að sköruðu fram úr í djöfulæði. Óh! Þetta hlaut að hafa verið hugvitssamleg aðferð, ef dæma átti eftir ópunum í Jóni. Indíánakvensurn- ar, er hímdu hálfbognar yfir honum, ruku áfturábak, skellihlæjandi, og klöppuðu saman höndunum. Subienkov sá hrylli- verknaðinn, sem framinn hafði verið, og tók að hlæja eins og vitfirringur. Indíán- arnir horfðu steinhissa á hann, yfir því, að hann skyldi hlæja. En Subienkov gat ekki hætt. Þetta gat ekki gengið. Hann stillti sig, og krampakippirnir fóru smátt og smátt dvínandi. Hann stritaðist við að hugsa um allt aðra hluti, og fór að rifja upp fyrir sér liðna ævi. Hann mundi eftir móður sinni og föður, og litla, Skjótta hestinum, og franska kennaranum, er hafði kennt hon- um að dansa og lætt til hans gamalli og slitinni bók eftir Voltaire. Einu sinni enn sá hann París, og skuggalega London, og glaðværa Vínarborg, og Róm. Og einu sinni enn sá hann þennan ærslafulla ungmenna- fjölda, sem hafði dreymt, alveg eitis og hann sjálfan, um sjálfstætt Pólland og pólskan konung á veldisstóli Varsjárborgar. Áh! þarna var það að ferillinn hafði hafizt. Jæja, liann hafði dugað langtum lengst. Ein eftir aðra, fyrst þcir tveir, er höfðu ver- ið teknir af lífi í St. Pétursborg, svifu þess- ar hugumstóru sálir fyrir hugskotssjónum hans. Hérna hafði einn verið barinn til dauða af hrottafengnum fangaverði, og þarna, á þessum blóðidrifna þjóðvegi útlag- anna, sem Jreir höfðu gengið eftir í enda- lausa mánuði, píndir og kvaldir af kósökk- unum, er gættu þeirra, hafði annar hnigið í valinn á leiðinni. Alltaf hafði villimennsk- an ráðið — griinmdarleg, dýrsleg villi- mennskan. Þeir höfðu dáið — úr hitasótt, í námunum, undir gaddasvipunum. Hinir síðustu tveir höfðu dáið eftir flóttann, i orustunni við Kósakkana, og hann einn hafði náð að komast til Kamchatka með stolnu pappírana og peninga ferðamanns- ins, er hann hafði skilið eftir liggjandi í snjónum. Það hafði ekki verið néitt annað en villi- mennska. Öll þau ár, senr hugur hans og hjarta dvaldi í listasölum og leikhúsum og við hirð'irnar, hafði hann verið um- kringdur villimennskunni. Hann lrafði keypt líf sitt fyrir blóð. Allir höfðu drepið. Hann hafði drepið þennan ferðamann til þess að komast yfir vegabréfið hans. Hann hafði sýnt, að hann var enginn örkvisi, með því að ganga til einvígis við tvo rússneska liðsforingja sama daginn. Hann hafði orðið að sýna manndóm sinn til þess að komast til virðingar á meðal loðskinnaþjófanna. Hann hafði mátt til að ná þeirri aðstöðu. Að baki honum lá hinn þúsund ára gamli vegur yfir alla Síberíu og Rússland. Hann átti ekki neinnar undankomu von þá leið- ina. Einasta leiðin lá áfram, yfir liið dimma og ísiþakta Beringssund til Alaska. Leiðin hafði legið frá villtimennsku og niður í dýpri vilíimjennsku. Á hinum skyrbjúgs- sýktu skipum loðskinnajtjófanna, matar- og vatnslausir, í heljargreipum hinna óendan- legu storrna þcssa stormasama hafs, höfðu 12 SKEMMTISOGUR

x

Skemmtisögur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.