Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 28

Skemmtisögur - 15.04.1953, Qupperneq 28
sömuleiðis. Albert virtist aftur á móti hugsa sig um. „Ég man,“ sagði hann, „að frændi sagði einu sinni, að það væri ekki hægt að dvelja mörg ár i hitabeltinu án þess að eignast óvini.“ „Hvenær kom þetta til tals?“ spurði um- sjónarmaðurinn. „Ég man það ekki. Það er orðið langt síðan." „Gott. Ég þakka ykkur fyrir að koma með svona stuttum fyrirvara, Ætlið þið til borgarinnar aftur í kvöld?“ „Systir mín og ég höfum ákveðið að vera hér í nótt, ef frú Yewell getur hýst okkur,“ sagði William. „Hvers vegna það?“ spurði Frederick Royce hvasst. „Hvers vegna — vegna þess að okkur lang- ar til þess,“ svaraði eldri frændinn. „Eruð þér nokkuð á móti því?“ „Nei, það er ég ekki, ef umsjónarmað- urinn hefur ekkert á móti því,“ hreytti Frederick úr sér. „Má ég spyrja, hvað þú átt við?“ spurði iStorr ákafur. „Ekkert — ekkert.“ „Af minni hálfu,“ sagði umsjónannað- urinn, „er ekkert því til fyrirstöðu, að þið gistið hér öll, ef þið viljið. Þið hafið jafnan rétt til þess, að því er mér skilst.“ „O, það er ekki um rétt að ræða,“ sagði Frederick. „Ég og bróðir minn þurfum að koma til vinnu snemma í fyrramálið. Við höfum ekki tima til alls eins og William. Hann er frí-blaðamaður, svo hann getur tekið lífinu með ró. Komdu, Albert, við skulum fara.“ ^HITE umsjónarmaðua' fylgdi ungu mönnunum út í forstofuna, og þegar hann kom aftur inn í setustofuna, sagði hann: „Ungu herrarnir virtust dálítið skajpstyggir —“ „Ég veit ékki, hvað gekk að þeim,“ sagði 26 William. „Ég hef aldrei séð þá svona áður. En hvað álítið þér um frænda minn, um- sjónarmaður? Var þetta slys eða sjálfsmarð — eða —?“ „Það er erfitt fyrir mig að svara því. Dr. Colvin neitar því, að um sjálfsmorð geti verið að ræða, og af nokkurn veginn sömu ástæðu hafnar hann tilgátunni um slys, þar eð við höfum ekki getað fundið tækið, sem veitti honum áverkann. Og svo er ekkert, sem bendir til, að nokkur átök hafi átt sér stað, nema að teppið framan við arininn var undið til og hrukkað." Unga stúlkan leit allt í einu á bróður sinn. „William," sagði hún, „hvað álítur þú um Harkness prófessor? Þú þekkir hann. Heldurðu ekki, að hann myndi hafa áhuga fyrir þessu máli?“ „Jú, þú segir nokkuð," sagði William. Hann leit dálítið hikandi á umsjónarmann- inn. „En lögreglan kærri sig víst ekki um, að fúskarar skipti sér af málunum?" „Við lítum sannarlega ekki á Harkness prófessor sem fúskara,“ sagði White. „Frem- ur sem sérfræðing. Hann hefur nokkrum sinnum aðstoðað Scotland Yard með undra- verðum árangri. Svo ekkert hef ég á möti því.“ „Ágætt,“ sagði William Storri. „Þá skrepp ég og hringi til hans strax. Ég get ef til vill fengið hann til að koma hingað í kvöld. Því fyrr sem við getum ráðið firam úr þess- um leyndardómi, því betra.“ Hann filýtti sér út, og andartaki seinna heyrðu þau úti- hurðiná skella á eftir honum. Stundarfjórðungi síðar kom hann aftur og sagði systur sinni, að Harkness prófess- or kæmi að vörmu spori. „Hann var dálítið tregur til að koma, en þegar ég nefndi nafn yðar, umsjónarmaður, lét hann undan." „Ágætt," sagði White. „Ég fer nú til stöðvariinnar aftur. U|r því þér nefnduð nafn mitt, er sennilegt að prófessorinn snúi SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.