Skemmtisögur - 15.04.1953, Side 34

Skemmtisögur - 15.04.1953, Side 34
varð á ný ættgöfugur enskur aðalsmaður. I þessari andrá hefði mátt sjá háan tví- eykisvagn, sem ekið var af einkennisbúnum þjóni Noss lávarðár, konta heim trjágöng- in tii Nossatoss. Við hlið ekiisins sat ung stúlka, varla af barnsaldri. Þetta va.r — og þarf naumast að taka það fram — Geirþrúður kennslukona, sem þenn. an dag átti að taka við starfi sínu í Nossa- toss. Á sömu stundu og vagninn hélt inn í neðri enda trjáganganna, mátti sjá í efri eitda þeirra ungan, háan mann á hestbaki, nteð langt, höfðinglegt andlit, sem bar vott unt göfugt ætterni, og sat á hesti, hvers andlit var jafnvel lengra en hans eigið. Og hver er þessi ungi maður, sem færist nær Geirþrúði við sérhvert fótmál hestsins? A, hver skyldi það vera? Hver, hver? Skyldi nokkur af lesendum mínum geta getið þess til, að það var enginn annar en Ronald lá- varður. Þessum tveim var áskapað að mætast. Nær og nær komu þau. Og enn þá nær. iSvo mættust þau eitt stutt andartak. Þegar þau mættust, leit Geirþrúður upp og leit kringlóttum augum á unga aðalsmanninn, en Ronald starði á vagnfarþegann svo star- andi augum, að enginn nerna starri hefði getað starað svo kröftuglega. Var þetta dögun ástarinnar? Sjáum til. Spillum ekki sögunni. Láturn oss tala um Geirþrúði. Geirþrúð- ur Mongomerensi Makkfiggin hafði hvorki kynnzt föður né móður. Þau lröfðu bæði andast mörgum árum áður en hún fæddist. Um móður sína vissi hún ekkert, nema að hún var frönsk, framúrskarandi fögur, og að allir forfeður hennar og jafnvel við- skiptavinir höíðu látið lífið í frönsku bylt- ingunni. En samt hélt Geirþrúður upp á minn- 32 ingu foreidra sinna. Á brjóstinu bar stúlkan nisti með smámynd af móður sinni, en nið- ur bakið lafði ljósmyrtd af föður hennar. Hún bar mynd af ömmu sinni uppi í erm- inni, og myndir af frændum troðnum nið- ur í stígvélin, en undir sér — en nóg um það, meira en nóg. Unt föður sinn vissi Geirþrúður jafnvel enn minna. Að hann var ættgöfugur, ensk- ur aðalsmaður, sem hafði lifað flökkulífi í mörgunt löndum, var allt sem hún vissi. Eina dánargjöf hans til Geirþrúðar hafði verið rússnesk málfræði, rúmensk glósubók, hornamælir, og bók um námuverkfræði. Frá fyrstu barnæsku hafði Geirþrúður verið alin upp af móðursystur sinni. Frænk- an hafði látið sér annt unr að innræta henni kristilegar dyggðir. Hún hafði einn- ig kennt henni múltameðstrúarbi'ögð til vara. Þegar Geirþrúður var sautján ára, dó frænkan úr hundaæði. Kringumstæðurnar voru leyndardóms- fullar. Þennan dag hafði einkennilegur, skeggjaður maður í rússneskum búningi heimsótt hana. Eftir að hann fór, hafði Geirþrúður fundið frænku sína í dái, sem versnaðí í dauðadá, úr hverju hún aldrei raknaði. Til að forðast hneyksli, var það kallað hundaæði. Geirþrúður var þannig munað- arlaus í heiminum. Hvað nú? Það var vandamálið, sem við henni blasti. Það bar til dag einn, er hún var að hug- leiða örlög sín, að Geirþrúður rak augun í auglýsingu. „Vantar kennslukonu; verður að kunna Frönsku, ítölsku, Rússnesku og Rúntensku, músik og námuverkfræði. Kaup eitt pund, fjórir shillingar, él/2 pence per annum. Lysthafendur gefi sig fram í Belgra- víuflöt nr. 41 Ax2. Nöss jarlsfrú." Geirþrúður var skilningskörp stúlka að SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.