Skemmtisögur - 15.04.1953, Page 35
eðlisfari, og hún hafði ekki íhugað þessa
aug.lýsingu nema hálftíma, áður en hún
kom auga á það furðulega samræmi í því,
sem krafizt var, og því, sem hún sjálf kunni.
Hún lét ekki undir höfuð leggjast að
fara og finna frúna í Belgravíuflöt, og jarls-
frúin tók henni af slíkum yndisþokka, að
stúlkan var hvergi smeyk.
„Þér eruð vel að yður í Frönsku? spurði
hún.
„Oui, oui,“ svaraði Geirþrúður hæversk-
lega.
„Og ítölsku?" hélt frúin áfram.
„Oh, si“ .vagði Goirþrúður.
,,Og þýzku?“ sagði frúin hrifin.
„Ah, ja,“ sagði Geirþrúður.
„Og rússnesku?"
„Yaw.“
„Og xúmensku?"
,Jep“
Furðulostin yfir liinni framúrskarandi
kunnáttu stúlkunnar í tungumálum, leit
jarlsfrúin nánar á hana. Hvar hafði hún
séð þessa andlitsdrætti áður? Hún strauk
höndinni um ennið og skirpti á gólfið, en
nei, hún kom andlitinu ekki fyrir sig.
„Nóg,“ sagði hún,“ ég ræð yður á stund-
inni; á morgun farið þér til Nossatoss og
bvrjið að kenna börnunum. Eg verð að
bæta við, að auk þess er ætlazt til, að þér
aðstoðið jarlinn við rússneskar bréfaskrift-
ir. Hann á rniklar námur í Ischminsk.”
Ischm.insk! hvers vegna ómaði nafnið í
eyrum Geirjírúðar? Hvers vegna? Vegna
þess, að það var nafnið, sem faðir hennar
hafði skrifað eigin hendi á titilblað bókar-
innar utn námuverkfræði. Hvaða leyndar-
dómur var hér á ferðinni?
Það var daginn eftir sem Geirþrúður ók
upp trjágöngin.
Hún sté niður úr vagninum, gekk fram
hjá sjöfaldri röð einkenndsbúinna þjóna og
inn í Nossatoss.
SKEMMTISÖGUR
„Velkomin,“ sagði jarlsfrúin og bar með
henni töskuna upp á loft.
Stúlkan kom brátt niður og var vísað
inn í bókaherbergið og kynnt jarlinum.
Jafnskjótt og augu jarlsins litu andlit hinn-
ar nýju kennslukonu, hrökk hann greini-
lega við. Hvar hafði hann séð þessa and-
litsdrætti? Hvar var það? Á veðreiðum, í
leikhúsi, í strætisvagni —. nei. Einhver hár-
fínn minningastraumur bærðist í vitund
lians. Flann gekk hratt að skenkiborðinu,
tæmdi eitt og hálft glas brennivíns og varð
á ný liinn fullkomni enski aðalsmaður.
Á meðan Geirþrúður fer til barnastof-
unnar til að kynna sér liin tvö gullhærðu
smábörn, sem eiga að verða hennar hlut-
skipti,, skulum v.ið nota tækifærið til að
segja lítillega frá jarlinum og syni hans.
Noss lávarður var fullkomið eintak af
enskum .aðalsmanni og stjórnmálamanni
Árin, sem hann hafði eytt í utanríkisþjón-
ustunni í Konstantínópel, Pétursborg og
Saltvatnsborg, höfðu veitt honum einkenn-
andi fágun og virðuleik, en langdvalir hans
á .St. Helena, Pictairneyju og Hamilton,
Ontarió höfðu gert hann ónæman fyrir ut-
anaðkomandi áhrifum.
Áhugi hans fyrír útisporti gerði hann
ástfólginn leiguíiðum sínum. Hann var af-
burðamaður í refaveiðum, lnindaveiðum,
svínadrápi, leðurblökuveiðum og íþrótt-
um stéttar sinnar.
L hinu síðarnefnda tilliti líktist RoTiald
föður sínum. Frá því fyrsta hafði hann ver-
ið hinn efnilegasti. í Eton hafði hann
skarað fram úr í hanaati og eltingaleik, og
í Gambridge hafði hann verið beztur í sín-
um bekk í saumaskap. Nú þegar var farið
að hvísla nafn hans í sambandi við lands-
meistaratignina í ping-pong, sigur, sem
vafalaust myndi fylgja sæti í þinginu.
Þannig varð Geirþrúður kennslukona
heimilsföst í Nossatoss.
Dagarnir og v.ikurnar liðu.
33