Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 8
6
Hólar i Hjaltadal
landi eftir Sturlungaöld. Voru þá
biskupar á Hólastóli margir erlendir
menn. En síðastur kaþólskra bisk-
upa nyrðra var Jón Arason. Ög-
mundur Pálsson, Skálholtsbiskup,
vildi koma gæðingi sínum að, er
Jón var tii biskups kosinn, en Norð-
lendingar stóðu fast með Jóni. Var
um hríð fullur fjandskapur með
biskupunum, en síðar, er lútherskur
siður tók að ryðja sér til rúms hér
á landi, og ásælni konungsvaldsins
færðist í aukana, komust á með
þeim fullar sættir.
Jón biskup Arason hugðist út-
rýma með öllu lútherskum áhrifum
hér, og um skeið var hann nær ein-
ráður í landinu, en um síðir varð
hann að lúta í lægra haldi fyrir
Daða í Snóksdal og mönnum hans.
Hann var hálshöggvinn án dóms
og laga, ásamt sonum sínum tveim,
Ara og Birni, í Skálholti, 7. nóvem-
ber árið 1550. Fór nánast allt við-
nám Islendinga gegn konungsvald-
inu með honum í gröfina.
Kunnastur lútherskra biskupa á
Hólastóli er Guðbrandur Þorláksson.
Hann varð biskup árið 1571 og
gerðist brátt umsvifamikill, efldi
hann skólann og bætti prentsmiðj-
una, sem var þar og Jón Arason
hafði keypt. Þá hafði Guðbrandur
með höndum umfangsmikla bóka-
útgáfu; er frægust þeirra bóka, sem
hann gaf út, biblía sú, sem við
hann er kennd. Styrktist lútherskur
siður mjög nyrðra á stjórnarárum
Guðbrandar.
Arngrimur lærði var skólameist-
ari á Hólum í tíð Guðbrandar. Hann
var lærður í bezta lagi og ritaði
margar bækur um ísland og menn-
ingu íslendinga til að hnekkja slúð-
ursögum og óhróðri, er birzt hafði
á prenti erlendis, um íslendinga.
Á átjándu öld hnignaði Hólastóli
mikið eins og öðru hér á landi.
Kom að því, að stóllinn var lagður
niður árið 1801, þegar biskupsdæmin
voru sameinuð, en skólinn var flutt-
ur til Reykjavíkur og sameinaður
Skálholtsskóla. En búnaðarskólinn
var settur þar á stofn árið 1881, og
varð Jósef J. Björnsson fyrstur
skólastjóri.
Miklar voru eignir biskupsstóls-
ins að Hólum, meðan vald kirkj-
unnar stóð með mestum blóma. Er
talið, að árið 1550 hafi stóllinn átt
352 jarðir, en þar af hafi 25 verið
í eyði. Heima á Hólum voru þá 65
kýr, 419 ásauðir, 156 geldneyti, 796
geldfjár og 18 hross. Þá fylgdu
jörðum stólsins 2254 málnytukú-
gildi, en væru geldfé og geldneyti
talin með, voru þau 2711. Auk þess
átti stóllinn á annað hundrað
hrossa á leigujörðum sinum.
Fremur litlar fornminjar eru á
Hólum, aðrar en dómkirkjan. Hana
lét Gísli biskup Magnússon reisa og
var smíði hennar að fullu lokið árið
1763. Hún var byggð úr blágrýti og
rauðum sandsteini hlaðið upp með
veggjum að utan og innan. Enn eru
í kirkjunni margir merkir gripir og
sumir ævafornir, svo sem altarið og
altaristaflan.