Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Síða 46
44
Hver er maðurinn?
Gerhardsen, Einar, forsætisráðherra Norðmanna, f.
1897. Var í fyrstu sendisveinn, en seinna vegavinnu-
maður. Formaður í Félagi ungra sósíaldemókrata 1921—
1923. Ritari norska Verkamannaflokksins 1936. Fylgd-
ist með norsku stjórninni á hinum hættulega flótta
hennar norður eftir Noregi 1940. Sneri við sjálfvilj-
ugur, en var tekinn fastur. Látinn laus með því skil-
yrði, að skipta sér ekki af stjórnmálum. Byrjaði aftur
að starfa hjá vegagerðinni, en varð um leið einn af
aðalmönnum frelsishreyfingarinnar. Tekinn aftur fast-
ur í september 1941 og pyndaður af Gestapo. Sendur í Sachsenhausen-
fangabúðirnar og í ágúst 1944 í Grini-fangelsið. Varð strax aðaldriffjöður
í félagslífi fanganna. Myndaði í júní 1945, eftir að Nygaardsvold hafði sagt
af sér, fyrstu stjórnina eftir uppgjöf Þjóðverja.
Hedtoft, Hans, forsætisráðherra Dana, f. 1903 í Aar-
hus. Lauk námi sem prentari í Aarhus. Varð ritari fé-
lags ungra sósíaldemókrata 1922 og seinna formaður
sama félagsskapar. Ritari þingmannafélags sósíaldemó-
krata 1929—35. Kosinn á þing 1935. Formaður Sósial-
demókrataflokksins 1939. Varð fyrir mikliun ofsóknum
af hendi hinna dönsku nazista meðan á hernáminu
stóð. Varð að segja af sér formannsstöðu í Sósíal-
demókrataflokknum 1941, eftir kröfu Þjóðverja, en
var kosinn aftur í sama starf 1945. Aðstoðarfram-
kvæmdastjóri í ölgerðinni „Stjernen". Atvinnu- og félagsmálaráðherra í
samsteypustjórninni maí—nóvember 1945. Eftir kosningarnar í nóv. 1947
varð hann forsætisráðherra.
Kristensen, Knud, fyrrverandi forsætisráðherra Dana,
f. 1880, rétt hjá Ringköbing. Alinn upp á heimili, sem
annálað var fyrir áhuga sinn á trúarskoðunum Grundt-
vigs og fylgi sitt við Vinstriflokkinn (Bændaflokkinn).
Gekk í Lýðháskólann í Fredriksborg, Landbúnaðar-
skólann í Dalum og Lýðháskólann i Askov árin 1901—
1907. Hafði snemma mikinn áhuga á stjórnmálum og
þjóðfélagsvandamálum. Sat á þingi 1920—29 og aftur
frá 1932. Varaformaður þingflokks Vinstrimanna 1936—
1937. Innanríkisráðherra í samsteypustjórninni frá júií
1940—nóvember 1942. Innanríkisráðherra aftur í samsteypustjórninni maí—
nóvember 1945. Myndaði stjórn Vinstrimanna eftir kosningarnar í okt.
1945, en sagði af sér eftir kosningarnar í nóv. 1947.