Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 47
Hver er maðurinn?
45
Lange, Halvard, utanríkismálaráðherra Norðmanna, f.
1902 í Osló. Stúdent 1920. Embættispróf i málvísindum
1929. Sonur Chr. L. Lange, Nobelsverðlaunahandhaf-
ans, sem var ritari Alþjóða þingmannasambandsins í
niörg ár. Kynntist Lange því fljótt allskonar alþjóða
ihálefnum og deilum. Var í stjórn Félags sósíaldemó-
kratiskra stúdenta. Kosinn í bæjarstjórn Osló 1931.
Gegndi mörgum trúnaðarstörfum innan norska Verka-
Wannaflokksins. Tekinn fastur sumarið 1940 af Þjóð-
verjum, en látinn laus eftir 9 mánuði. Tekinn aftur
fastur 1942 fyrir þátttöku sína í frelsisbaráttunni, og sendur til Sachsen-
hausen-fangabúðanna. Byrjaði strax á stjórnmálastarfsemi sinni aftur
eftir uppgjöf Þjóöverja og var kosinn í miðstjórn Verkamannaflokksins.
Tók við af Tryggve Lie sem utanríkismálaráðherra í febrúar 1946.
Larsen, Aksel, þjóðþingsmaður, fyrrverandi málm-
steypuverkamaður, f. 1897 í Brendekilde á Fjóni.
Meðlimur Sósíaldemókrataflokksins 1919, en gekk í
Kommúnistaflokkinn 1920 og varð seinna formaður
hans. Kosinn á þing 1932. Er frábær ræðumaður og
duglegur stjórnmálamaður. Þegar Kommúnistaflokk-
urinn var bannaður, 1941, hvarf hann. Stjórnaði hinni
ólöglegu starfsemi flokksins þangað til Þjóðverjar náðu
honum í nóv. 1942. Var sendur til Sachenhausen og
síðar til Neuengamme-fangabúðanna. Aksel Larsen
varð ráðherra án ráðuneytis í samsteypustjórninni maí—nóvember m5.
Lirulerot, Sven, ritstjóri kommúnistablaðsins „Ny Dag“
í Svíþjóð, f. 1889. Meðlimur Sósíaldemókrataflokksins
1908—17. Meðlimur Vinstrisósíalistaflokksins 1917—21,
en gekk þá í Kommúnistaflokkinn og er nú formaður
hans. Meðlimur sænska ríkisþingsins. Linderot hefur
skrifað margar pólitískar greinar og bæklinga.