Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 48
46
Hver er maðurinn?
Seip, Didrik Arup, norskur prófessor, f. 1884. Embsett-
ispróf 1931 og doktorspróf í heimspeki 1916. StundaSi
nám við háskólana í Kaupmannahöfn, Uppsölum,
Lundi og Berlín. Prófessor í málvísindum við háskól-
ann í Osló síðan 1916. Rektor við sama háskóla siðan.
1937. Barðist með oddi og egg gegn íhlutun Þjóðverja.
í rekstri háskólans. Þegar Þjóðverjar lokuðu háskól-
anum 1943, var Seip tekinn höndum og hafður í haldi,
fyrst á Grini, en seinna í Sachsenhausen-fangabúð-
unum. Síðasta hluta stríðsins héldu Þjóðverjar honum
f vægu stofufangelsi, og paðan stjórnaði hann hinni ólöglegu hjálpar-
starfsemi fyrir norska stúdenta, sem sátu í fangabúðum. Aftur settur
rektor við háskólann í Osló eftir uppgjöf Þjóðverja. Kjörinn heiðursdoktor
við háskólann í Kaupmannahöfn 1945.
Undén, Östen, utanríkismálaráðherra Svía, f. 1886.
Embættispróf í lögfræði 1910. Docent við háskólann
i Lundi 1912 og prófessor á sama stað 1917—37. Ráð-
gjafi utanríkismálaráðuneytisins í þjóðarrétti 1920.
Utanríkismálaráðherra í stjórn Brantings 1924—26.
Tilheyrir Sósíaldemókrataflokknum. Fulltrúi Svia f
Þjóðabandalaginu í Genf 1924—26. Meölimur alþjóða-
dómstólsins í Haag 1930. Hefur gefið út margar bækur
um þjóðaréttarleg efni. Varð utanríkismálaráðherra f
stjórn þeirri, er Per Albin Hanson myndaði í ágúst 1945.
Wigforss, Emst, fjármálaráðherra Svia, f. 1881 í
Halmstad. Stundaði nám í Lundi og lauk embættis-
prófi í málvísindum 1906 og doktorsprófi í sama 1913.
Docent í norrænum málum við háskólann í Lundi og
lektor í Gautaborg. Byrjaði að fást við stjórnmál í
Gautaborg og hækkaði fljótt í tign innan Sósíaldemó-
krataflokksins. Ráðgjafi ríkisstjórnarinnar 1924—25,
og hefur verið, að undanskildu stuttu tímabili 1936,
fjármálaráðherra Svía síðan 1932.