Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 53
Stjórnskipulag helztu landa heims
Argentína
Þjóðhöfðingi: Forseti, Juan Domingo Peron, hershöfðingi. Þingið saman-
stendur af tveim deildum, öldunga- og fulltrúadeildinni. Flokkur Perons,
Verkamannaflokkurinn, hefur yfirgnæfandi meiri hluta í báðum deildum.
Astralía
Þjóðhöfðingi: Georg VI. Bretakonungur. Landstjóri: Hertoginn af
Gloucester. Sambandsþingið samanstendur af öldunga- og fulltrúadeild.
Helztu flokkar í fulltrúadeildinni eru: Verkamannaflokkurinn með 43
þingmenn, frjálslyndir með 17 og Bændaflokkurinn með 12 þingmenn.
Stjórnin er mynduð af Verkamannaflokknum: Forsætisráðherra: Joseph
B. Chiefley. Utanríkisráðherra: H. V. Evatt.
Belgía
Þjóðhöfðingi: Ríkisstjóri, Charles prins. Þingið er samansett af öldunga-
og fulltrúadeild. Flokkaskiptingin í fulltrúadeildinni: Kristilegir sósíalistar
92, Sósíalistar 70, Kommúnistar 23 og frjálslyndir 17. Kristilegir sósíalistar
°g sósíalistar hafa myndað samsteypustjórn. Forsætis- og utanrikismála-
ráðherra: Paul Henri Spaak (sós.). Aðrir helztu ráðherrar: Camille
Huysmans (sós.) og Achille van Acker (sós.).
Brasilia
Þjóðhöfðingi: Forseti, Enrico Gaspar Dutra hershöfðingi. Þinginu er
skipt f öldunga- og fulltrúadeild. Stærstu stjórnmálaflokkarnir eru: Sósíal-
demókratar, Þjóðlegir lýðræðissinnar og Brasilianski verkamannaflokkur-
inn. Kommúnistaflokkurinn er bannaður með lögum. Dutra forseti er
studdur af sósíaldemókrötum.
Búlgaría
Þjóðhöfðingi: Forseti þjóðþingsins, Vasil Kolarov. Þingmannaskiptingin
i þjóðþinginu: Stuðningsmenn stjórnarinnar 366, þar af 279 kommúnistar,
°g anstöðumenn stjórnarinnar 99. Samsteypustjórnin er mynduð af 10
kommúnistum, 5 Bændaflokksmönnum, 2 sósíalistum og 3 úr öðrum
flokkum. Forsætisráðherra: Georgi Dimitrov.
England
Þjóðhöfðingi: Georg konungur VI. Efri deild samanstendur af ca. 740
þingmönnum. Meiri hlutinn af þingsætunum í þeirri deild gengur í erfðir
meðal hins hærri aðals, en nokkur eru setin af biskupum, konungkjörnum
iögfræðingum, ásamt fulltrúum írska og skozka aðalsins. Flokkaskiptingin
í efri deild: íhaldsmenn 421, frjálslyndir 63, Þjóðlegi frjálslyndi flokkur-
inn 15 og Verkamannaflokkurinn 37. Hinir tilheyra engum sérstökum