Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Side 54
52
Stjórnskipulag; helztu landa
flokki. .Neðri deild samanstendur af 640 meðlimum. Eftir kosningarnar 5.
júní 1945 var skiptingin milli flokka þannig:
Stuðningsmenn stjórnarinnar: Verkamannaflokkurinn 393. Andstööu-
menn stjórnarinnar: íhaldsmenn 198, Þjóðlegi frjálslydi flokkurinn 13,
Frjálslyndir 12, Þjóðernissinnar 2, Verkamannafl. (óháðir) 3, kommún-
istar 2, írskir þjóðernissinnar 2, Samveldisflokkurinn 1, óháðir 14. And-
stöðumenn samtals 247. Helztu ráðherrar: Forsætisráðherra: Clement
Attlee, utanríkisráðherra: Ernst Bevin, verzlunar og fjármálaráðherra:
Sir Richard Stafford Cripps og landvarnamálaráðherra: Albert Victor
Alexander. Talsmaður stjórnarinnar í neðri deild (Lord President of the
Council) er Herbert Stanley Morrison.
Finnland
Þjóðhöfðingi Juho Paasikivi, forseti. Helztu flokkar
í þinginu (Eduskunta): Bændaflokkurinn (56), Jafn-
aðarmenn (52), Fólkdemókratar (kommúnistar o. fl.)
(46). Eftir kosningarnar sumarið 1948, þegar tveir
fyrrnefndu flokkarnir unnu á en sá síðastnefndi tap-
aði, mynduðu jafnaðarmenn stjórn með stuðningi
Bændaflokksins. Forsætisráðherra: K. A. Fagerholm,
utanríkisráðherra: Enckell (utanfiokka), innanríkis-
ráðherra: Simonen.
Frakkland
Þjóðhöfðingi: Vincent Auriol. Þinginu er skipt í efri og neðri deild
(Þjóðþingið — neðri deild, Lýðveldisþingið — efri deild). TJndanfarið ár
hafa samsteypustjórnir jafnaðarmanna, kaþólskra og radíkala stjórnað
landinu, en þessir flokkar hafa til samans meiri hluta þingsins, þar sem
kommúnistar eru aðalandstöðuflokkur þeirra. de Gaulle herforingi bauð
ekki fram við síðustu þingkosningar, en við bæjarstjórnarkosningar hlaut
þjóðfylking hans 40% atkvæða, kommúnistar 25% og aðrir flokkar 35%.
Grikkland
Þjóðhöfðingi: Paul II. konungur. Helztu flokkar i þjóðþinginu: Kon-
ungssinnar, frjálslyndir og sósíaldemókratar. Utan þjóðþingsins stendur
hin þjóðlega frelsishreyfing (EAM), sem samanstendur af ýmsum rót-
tækum öflum, með kommúnistaflokk sem helzta flokk. EAM neitaði að
taka þátt í þingkosningunum, og hefur því engan fulltrúa á þingi. Sam-
steypustjórn milli konungssinna, frjálslyndra, sósíaldemókrata og Umbóta-
flokksins. Forsætisráðherra: Themistocles Sophoulis (frjálslyndur). Utan-
ríkisráðherra: Constantin Tsaldaris.