Árbók Ísafoldar - 01.11.1948, Page 55
Stjórnskipulag helztu landa
53
Holland
Þjóðhöfðingi: Júlíana drottning. Þinginu (Staten Generaal) er skipt
í tvær deildir. 1. deild með 50 þingmönnum og 2. deild með 100 þing-
mönnum. Þingmenn 2. deildar eru kosnir með beinum kosningum. Katólski
þjóðflokkurinn er stærstur. Aðrir flokkar eru: Gagnbyltingarflokkurinn,
kommúnistar, ásamt nokkrum trúarlegum íh'aldsflokkum. Samsteypustjórn
mynduð af katólska flokknum og sósíaldemókrötum. Forsætis- og innan-
ríkisráðherra: Dr. Louis J. M. Beel (kat.). Utanríkisráðherra: Baron
van Boetzelaer von Oosterhaut (óháður).
Italía
Þjóðhöfðingi: Luigi Einaudi, forseti. Flokkaskipting þingsins eftir síðustu
kosningar: Neðri deild: Kristilegi lýðræðisflokkurinn 307, Sameiningar-
flokkur (kommúnistar og Nenni, jafnaðarm.) 182, Jafnaðarmenn (Sara-
gat) 33, aðrir flokkar 52. Efri deild: Kristilegi lýðræðisflokkurinn 148,
Sameiningarflokkur 119, Jafnaðarmenn 23, aðrir flokkar 54. Samsteypu-
stjórn lýðræðisflokkanna er undir forustu Alcide de Gasperi (kr. lýðr.),
en utanríkisráðherra er Carlo Sforza greifi (óháður).
Indland
Þjóðhöfðingi: Georg VI. Bretakonungur. Landstjóri
hans: Chakravarti Bajagopalachari. Sjálfstæður með-
limur í brezka samveldinu síðan 15. ágúst 1947. Aöal-
flokkurinn er Kongressflokkurinn. Forsætisráðherra:
Jahawarlal Nehru.
Israelsríki
Þjóðhöfðingi: Dr. Chaim Weizmann, forseti. Stjórn
landsins er samsteypustjórn nokkurra flokka, en
stærstir þeirra eru jafnaðarmenn (Ben-Gurion), sam-
einaði verkamannaflokkurinn (Moseh), Irgun Zwai
Leumi o. fl. Kosningar hafa enn ekki farið fram frá
stofnun ríkisins. Rússland og Bandaríkin viðurkenna
Israel, Bretland ekki. Forsætisráðherra er Davíð Ben-
Gurion, utanríkisráðherra Moshe Shertok.
Japan
Þjóðhöfðingi: Hirohito keisari. Yfirmaður hernáms-
stjórnar Bandamanna: Douglas MacArthur hershöfð-
ingi. Þinginu (Kokkari) er skipt í ráðgefandi þing,
með 250 þingmenn og fulltrúaþing (Shugiin). Heiztu
fiokkar eru: Frjálslyndir, Framsóknarflokkur (hægri
menn) og sósíalistar. Samsteypustjórn milli Frjáls-
lynda flokksins og Framsóknarmanna. Forsætisráð-
herra: Hitoshi Ashida.
J. Nehru
forsætisráðherra
C. Weizmann
forseti.